Eimreiðin - 01.01.1923, Qupperneq 61
eimreiðin
NVMÆLl í VEÐURFRÆÐI
57
wikla þýðingu fyrir veðurspár í öðrum löndum Norðvesfur-
Evrópu, ekki síst á íslandi!
Það er einróma álit sjómanna við vesturströnd Noregs, að
stormvaranir séu mikil trygging fyrir líf þeirra og eignir. Venju-
lega er hægt að senda aðvörun 6—12 kl.st. áður en stormur-
'nn skellur yfir, svo nægur tími er til að bjarga veiðarfær-
u,n og búa um skip fyrirfram. Stormfregnirnar eru símaðar
*il allra símastöðva á strandlengju þeirri, sem búist er við að
stormurinn nái til.
Bjerkneskenningin. Milli kalda loftsins, sem jafnan hvílir
Vfir hjarnbreiðum heimskautanna og heita loftsins í hitabeltinu
Setur ekki verið jafnvægi, vegna þess að kalt loft er þyngra
f sér en hlýtt. (Alþekt tilraun til að sýna, hvernig loftstraumar
^nyndast þar sem heitt og kalt loft mætist, er að halda kerta-
Ijósi í dyrum milli tveggja misheitra herbergja: Við þröskuldinn
blaktir ljósið inn í heita herbergið, en við dyrutréð inn í hið
kalda. — Kaldir loftstraumar sækja suður á bóginn meðfram
Vfirborði jarðar, en hlýtt loft í þess stað norður á við. Mynd-
ast þannig hringrás af loftstraumum, sem leitast við að koma
á jafnvægi og jafna hitamuninn milli norðlægra og suðlægra
staða. En jafnvægið næst aldrei, því kalda loftið hlýnar smám-
saman eftir því sem það nálgast hitabeltið, og loft það, sem
upprunalega var hlýtt, er orðið kalt þegar það nær heims-
skautinu. Hefst þá leikurinn að nýju, svo hringrásin verður
sífeld.
»Afsvifskrafturinn«, sem orsakast af snúningi jarðarinnar,
hefir þau áhrif, að loftstraumarnir beygja frá upphaflegri stefnu
til hægri handar á norðurhveli jarðar. Norðlægir loftstraumar
uerða því smámsaman norðaustlægir eða austlægir, og hinir
suðlægu að sama skapi suðvestlægir eða vestlægir.
Á takmörkunum, þar sem mætast kaldir, norðlægir loft-
straumar og hlýir suðrænir, eru venjulega skörp hitabrigði
(diskontinuitet). Þar stemmir kalt og þungt loft stigu fyrir
framrás hlýja loftsins meðfram yfirborði jarðar, svo það verður
að leita upp á við og streyma áfram ofan á kalda loftinu.
Takmörkin milli kalda og hlýja loftsins við yfirborð jarðar