Eimreiðin - 01.01.1923, Qupperneq 73
ElMRElÐIN
Fomar sögur og örnefni.
Eftir Finn Jónsson frá Kjörseyri.
í »Skírni« frá 1919 var ritgerð eftir hr. prófessor Finn
]ónsson, er hann nefndi: »Sannfræði íslenskra sagna«. Hann
lýsir þar áliti sínu, að mestur hluti vorra fornu íslendinga- og
l<onungasagna sé sannur, en ekki að eins tilbúningur og skáld-
skapur, eins og sumir hinna lærðu manna hafa staðhæft, og
á hr. prófessorinn þakkir skilið fyrir að vera ekki í þeirra tölu.
Þeir munu vera færri, nú á dögum, sem geta skilið það,
að mönnum hafi verið mögulegt í fyrri daga, að muna
°9 segja langar sögur, lítið eða ekkert breyttar, mann fram
af manni og öld eftir öld. Það er afsakanlegt, þó okkur,
sem nú lifum, einkum yngri kynslóðinni, veiti erfitt að trúa
því. Því það munu vera færri nú á dögum, sem geta sagt
langar sögur. Eg þekki nú engan, sem getur það, en í ung-
dæmi mínu heyrði eg getið um nokkra, og þekti jafnvel suma,
er kunnu sögur og heila rímnaflokka, Það var t. d. alsiða, að
naeturgestir voru krafðir sagna, ef þeir voru ekki kvæðamenn,
er kváðu rímur, annaðhvort á bók eða utanbókar. Sögurnar,
er fólk sagði, voru flestar þjóðsögur, sem nú eru í þjóðsagna-
söfnum vorum lítið breyttar frá því, er þær voru sagðar fyrir
50—60 árum. Sumt fólk, bæði karlar og konur, kunni ógrynni,
fyrir utan andleg fræði, af sögum, rímum, þulum og kviðling-
um.’) — Það er ótrúlegt, hvað sumt gamla fólkið kunni utan-
1) Ein af þessu fróöa fólki var roskin stúlka, er eg man sérstaklega
ehir. Hún hét Ingibjörg og var frá Hólum í Biskupstungum. Hún var
að sögn fengin á bæi á vetrum til þess aö skemta, helst á kvöldvökun-
UIT>. Eg man þaö vel, að hún kom að Laugardalshólum, þar sem eg
dvaldi lengst í æskunni. Heyrði eg hana þá kveöa heilar rímur bókar-
!aust, snjalt og greinilega. Ekki heyrði eg hana segja sögur, nema þáttinn
af Hemingi Áslákssyni. Hann las hún utanbókar. Fólkið vildi heldur, að
hún kvæði, því að hún kvað vel og var óþreytandi, eða hvíldi sig lítið,
en flestir kvæðamenn hvíldu sig stundarkorn eftir hverja rímu, og spjall-