Eimreiðin - 01.01.1923, Page 74
70
FORNAR S0GUR OG ORNEFNI
eimreiðin
bókar. Eg öfundaði það af næmi sínu og minni. Eg heyrði
það fullyrt, að sumt hefði getað lesið upp úr sér heilar ræður
ur Vídalíns-postillu, og er það samkvæmt því er Gísla Kon-
ráðssyni segist frá í þætti Grafar-]óns og Staðarmanna á
þessa leið: »Jón í Skálarhnjúk, faðir Bjarna í Kálfárdal, var
svo næmur, að hann mundi hverja prédikun eftir, er hann
hafði áður heyrða, að sagt er, og að hann kynni Vídalíns-
postillu nær utan að, svo bókarlaus læsi hann á sunnudögum,
en mjög skorti hann skilning þar á borð við«. (Söguþættir
eftir Gísla Konráðsson, Rvík 1915, bls. 6). Mörg dæmi þessu
lík mætti tilfæra, er maður hefir heyrt. Það hefði t. d. ekki
þótt mikið, þó fólk kynni alla Passíusálmana utanbókar. Samt
hefi eg aldrei verið með neinum, er hefir munað röð versa í
hverjum sálmi, þó það gæti sungið þá bókarlaust með öðrum.
En mikill er sá munur, ef það er satt, sem sagt er, að margt
af hinu yngra fólki þekki hvorki Passíusálmana né Hallgrím
Pétursson, og það jafnvel lærðir menn. En það er líklega í
öllum löndum pottur brotinn. Stefán G. Stefánsson skáld
sagði eitt sinn, að sér fyndist ekki þekkingin meiri eftir fleiri
ára lýðskólanám í Ameríku, en unglingar hefðu fengið á ís-
landi, ef þeim hefði verið komið til prestsins nokkra mánuði
til þess að fá tilsögn. (Sjá »Vesturför« eftir Einar H. Kvaran,
Akureyri 1909, bls. 128—129).
Þrátt fyrir, sem nú væri kallað, enga mentun unglinga á
fyrri árum, kyntist eg mörgum, einkum giftum og ógiftum
konum, sem voru bæði sögu- og ættfróðar og stálminnugar,
svo að eg hefi fáar þekt á síðari árum þeim jafnsnjallar þar,
hvað þá fremri. Hvað voru völvur og seiðkonur, í gamla daga,
annað en fróðar konur, sem líklega hafa stundum komist í
dáleiðsluástand, þegar þær spáðu um það ókomna og sögðu
um það fjarlæga? Auðvitað trúði fólk því, að þær færu með
aði þá fólkið um efni rímunnar. Það var á árunum 1850—54, sem eg
kyntist þessari Ingibjörgu, sem alment var kölluð: Kvæða-Ingibjörg. Á
helgidagskvöldum voru hvorki lesnar sögur, né kveðnar rímur. Fólk sat
þá ekki eins stöðugt við vinnu sína, síst yngra fólkið, er oft spilaði al-
kort og fleiri spil. Alkortið var þá aðalspilið hjá almenningi, eins og
vist síðar.