Eimreiðin - 01.01.1923, Side 77
Eimreiðin FORNAR S0OUR OG 0RNEFNI 73
soknar, að vatnið yfir þeim væri milli hnés og kviðar á hest-
Um» og engu mætti muna að fara rétt, því utan við brýrnar
Vaeri kafhlaup. A Sölvamannaveginum fann þessi sami maður,
er hét Bjarni Jóhannsson Bjarnasonar prests á Mælifelli
(1767—1809) látúnsskeiðar af mjóu eggjárni, og var höfða-
letur grafið á þær báðum megin. Klæðis- eða dúkræmur sagði
hann að hefðu verið í skeiðunum, þegar hann fann þær. Eg
fékk hjá honum skeiðarnar, og lét þær á forngripasafnið í
^eykjavík 1877. Sölvamannaveginn höfðu ferðamenn, meira
°9 minna, notað fram á miðja 19. öld.
Þá koma mér í hug örnefni, þar sem eg dvaldi lengst í
æskunni, sem var í Laugardalshólum í Árnessýslu, eins og
aður er sagt. Eg kysi, að sum þeirra væru á uppdrætti ís-
tands. T. d. er í norður frá bænum einkennilegur klettahóll,
Sem Helguhóll heitir. Af þeim hól þótti mér oft fagurt um að
1‘tast í björtu veðri, því að Laugardalurinn er talinn með feg-
Urstu sveitum landsins. Það er sagt, að hóllinn sé kendur við
(^olgu Bárðardóttur Snæfellsáss. Hafði hún oft setið á hól
þessum, er hún var á ferðum sínum um það hérað.
Annað örnefni er fyrir austan Laugardalshóla, er heita
Kfosshólar, á þeim er miðmorgunsvarða frá Hólum. Sunnan
1 þeim er brekka, sem bærinn Hólabrekka dregur nafn af.
bær bygðist fyrst 1857. Vestan í Krosshólum var bæna-
þús til forna og allmikil trú á helgi þess.* 1) Nöfn þessara ör-
uefna eru ekki á uppdrættinum.
1) Húsfreyja ein í Laugardalshólum hafði haft þann sið, að láta kveikja
1 bænahúsinu á nokkrum kertum á gamlárskvöld, og láta loga þar með-
an entust. Það gerði hún fyrir huldufólk, sem þá var að flytja sig bú-
lerlum. Eitt gamlárskvöld sendi konan strák með kerti, til þess að
Lveikja á í bænahúsinu, en strákur stal einu kertinu með sér, þegar hann
úr bænahúsinu, en á heimleiðinni dettur hann og lærbrotnar. Það var
af völdum huldufólks, sögðu menn.
Þegar Einar, faðir Gunnars, sem lengi bjó í Laugardalshólum, fyrri
hluta 19. aldar, var unglingur og reri vetrarvertíð í Selvogi, að mig
m‘nnir, kyntist hann gamalli konu, sem var mjög gigtveik. Hún bað Einar,
ef hann kæmi aftur að vetri, að hjálpa sér um dálítið af mold úr bæna-
^dsinu, og lofaði hann því. Líður nú og bíður, þar til næsta vetur, að
hann er tilbúinn í verið og farinn að kveðja fólkið. Þarf hann þá að