Eimreiðin - 01.01.1923, Side 82
78
SOLVI HELGASON
EIMREIÐIf*
keisaradæmi fyrir utan íslands tetur. Þá þóttist hann hafa
verið að fullkomna sig í heimspeki og málaralist.
Ekki sagði Sölvi æfinlega rétt til nafns síns, þegar hann
var spurður að heiti. Nefndi þá stundum orð, sem áttu að
tákna mannkosti hans, t. d.: »húsfriður«. Eða hann kvaðst
heita Sjúlvi, því svo hafði hann verið nefndur erlendis, og
skrifaði á blað, sem hann lét sjást hjá sér: »Merkilegi, legi, legi,
maðurinn Sjúlvi hinn vitri«. Líka er haft eftir honum, að hann
hafi sagst heita Sölvi Helgason Gudmundsen, Islandus, Sókra-
tes, Plato, Sólon, Melankton. Honum er eignuð þessi vísa um
sjálfan sig:
„Eg er gull og gersemi,
gimsteinn elskurílrur,
eg er djásn og dýrmæti,
drotni sjálfum líkur".
Vms snilliyrði eru höfð eftir Sölva, en skaði er það, að eg:
þekki þau engin, nema um það, sem við kom honum sjálfum
eða hans eigin verkum. Veit eg ekki einu sinni, hvort þau hafa
verið til um nokkuð annað. Einu sinni var hann að sýna upp-
drátt af blómum eftir sjálfan sig, en hjá hverju blómi sást
mannsandlit. Hann var spurður, hvað það ætti að merkja. Þá
svaraði hann: >Það eru andar blómanna*.
Einu sinni var Sölvi að mála á bæ nokkrum, þar sem hann
gisti. Bóndi fer að líta á málverkið og spyr, hvað þetta sé.
»Það er eilífðin«, segir Sölvi. »Þetta eilífðin«, segir bóndi.
»Mér sýnist það vera líkast ljósskjóttri meri«. »Það er hún
líka í augum heimskingjans«, svaraði Sölvi.
Þegar Símon Dalaskáld orti Aronsrímu, um alla flækinga,
sem þá voru uppi í Skagafirði, hafði hann Sölva þar með, lét
hann vera jarlsson og kunna allar íþróttir, andlegar og líkam-
legar, sem Símon hafði vit á að nefna, langt um meir en
hugsanlegt var að nokkur maður gæti kunnað. Sölvi brá ekki
skapi sínu, er hann heyrði þetta, en sagði með svo mikilli ró,
að heimspeking mátti vel sæma: »Alt er þetta satt, þó það
eigi að vera háð«.
Einu sinni kom Sölvi snemma dags á sunnudag að Melum,-
og var þá talsvert hreifur af víni. Honum þótti of seint að-