Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1923, Side 84

Eimreiðin - 01.01.1923, Side 84
80 SOLVI HELGASON EIMREIÐIN uppi hefir verið á þessari öld«. Líklega hefir það ekki verið Mannkynssaga Páls Melsteðs, sem hann bar á brjóstinu, þvi hann gerði lítið úr henni og taldi hana mjög óáreiðanlegá, en sagðist sjálfur vera að semja mannkynssögu eftir þremur bók- um, einni enskri, annari þýskri og þriðju sænskri. Þegar Jón bróðir minn hafði fengið veitingu fyrir Bjarnar- nesprestakalli, kom Sölvi til okkar sem oftar. Þá þóttist hann þurfa að fræða okkur um ýmislegt þar austan að, bæði um fólkið, sem hann náttúrlega gerði lítið úr, í samanburði við sjálfan sig, og svo vegi og staðhætti. »Þegar eg fór í fyrsta sinn yfir Skeiðarársand«, sagði hann, »var nýlega afstaðið hlaup í Skeiðará. Þá staðnæmast stórir jakar á sandinum, sem standa svo djúpt, að þegar þeir þiðna, verða eftir stórar holur fullar af vatni; ef þá hvessir, sest sandskán ofan á vatnið. En eg var ókunnugur, og varaðist þetta ekki, svo eg vissi ekki fyrri til en eg datt ofan í einn pyttinn. Þá vildi mér það til lífs, að eg hafði stóran kassa á bakinu, fullan af málverkum. svo eg staðnæmdist við hann og komst svo upp úr«. »Og einu sinni, þegar eg fór yfir Breiðamerkursand, var Jökulsá ófær, svo eg varð að ganga upp á jökulinn. Þá kom eg að breiðri jökulsprungu, nenti ekki að ganga fyrir endann á henni og ætlaði að stökkva yfir hana, en stökk heldur stutt og hrapaði niður langar leiðir, þar til eg staðnæmdist við það, sem eg hafði á bakinu. Þar var koldimt niðri. Þá vildi mér það til, að eg hafði á mér hníf, svo eg gat búið mér til spor í hliðarnar á sprungunni og komst þannig upp«. Þessa sömu sögu hefir hann sagt víðar. Því eg heyrði fyrir austan langloku, sem sett var saman eftir honum. Þetta var eitt þar í: „Jökulsárnar, jökulsárnar, jökuls voru slæmar gjárnar. Hálærður um himnaportin hlaut hann Sölvi fótaskortinn, með passann, passann púkans til pompaði' hann ofan í dimma gil“ o. s. frv. Þar hefir einhver gerst svo djarfur að spyrja hann eftir pass- anum, sem hann hefir auðvitað engan haft, og tekið svo það ráð, að segjast hafa mist hann í jökulsprungu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.