Eimreiðin - 01.01.1923, Síða 84
80
SOLVI HELGASON
EIMREIÐIN
uppi hefir verið á þessari öld«. Líklega hefir það ekki verið
Mannkynssaga Páls Melsteðs, sem hann bar á brjóstinu, þvi
hann gerði lítið úr henni og taldi hana mjög óáreiðanlegá, en
sagðist sjálfur vera að semja mannkynssögu eftir þremur bók-
um, einni enskri, annari þýskri og þriðju sænskri.
Þegar Jón bróðir minn hafði fengið veitingu fyrir Bjarnar-
nesprestakalli, kom Sölvi til okkar sem oftar. Þá þóttist hann
þurfa að fræða okkur um ýmislegt þar austan að, bæði um
fólkið, sem hann náttúrlega gerði lítið úr, í samanburði við
sjálfan sig, og svo vegi og staðhætti. »Þegar eg fór í fyrsta
sinn yfir Skeiðarársand«, sagði hann, »var nýlega afstaðið
hlaup í Skeiðará. Þá staðnæmast stórir jakar á sandinum, sem
standa svo djúpt, að þegar þeir þiðna, verða eftir stórar holur
fullar af vatni; ef þá hvessir, sest sandskán ofan á vatnið. En
eg var ókunnugur, og varaðist þetta ekki, svo eg vissi ekki
fyrri til en eg datt ofan í einn pyttinn. Þá vildi mér það til
lífs, að eg hafði stóran kassa á bakinu, fullan af málverkum.
svo eg staðnæmdist við hann og komst svo upp úr«.
»Og einu sinni, þegar eg fór yfir Breiðamerkursand, var
Jökulsá ófær, svo eg varð að ganga upp á jökulinn. Þá kom
eg að breiðri jökulsprungu, nenti ekki að ganga fyrir endann
á henni og ætlaði að stökkva yfir hana, en stökk heldur stutt
og hrapaði niður langar leiðir, þar til eg staðnæmdist við það,
sem eg hafði á bakinu. Þar var koldimt niðri. Þá vildi mér
það til, að eg hafði á mér hníf, svo eg gat búið mér til spor
í hliðarnar á sprungunni og komst þannig upp«.
Þessa sömu sögu hefir hann sagt víðar. Því eg heyrði fyrir
austan langloku, sem sett var saman eftir honum. Þetta var
eitt þar í:
„Jökulsárnar, jökulsárnar,
jökuls voru slæmar gjárnar.
Hálærður um himnaportin
hlaut hann Sölvi fótaskortinn,
með passann, passann púkans til
pompaði' hann ofan í dimma gil“ o. s. frv.
Þar hefir einhver gerst svo djarfur að spyrja hann eftir pass-
anum, sem hann hefir auðvitað engan haft, og tekið svo það
ráð, að segjast hafa mist hann í jökulsprungu.