Eimreiðin - 01.01.1923, Qupperneq 88
84
S0LVI HELGASON
EIMREIÐ'I'-
skarandi gáfum á flestum smíðum, og á alla málma, klæði og
tré; líka fyrir uppáfinníngar og ýmsar fróðlegar og hugvitsfull-
ar kunstir, en þó mest fyrir iðni, kapp, minni, ástundan, sálar-
flug, skapandi ímyndunarafl og kraft, bæði smekk, tilfinning
og fegurð í öllum bókmentum og vísindagreinum, líka svo
fyrir karlmennsku, krapta og glímur, fjör og fimleika, gáng og
hörku, sund og handahlaup. Með sundinu hefir hann bjargað,
að öllu samanlögðu, 18 manns, er fallið hafa í ár, vötn (straung
og lygn) og sjó. A handahlaupum hefir hann verið reyndur
við færustu hesta, bæði nyrðra og eystra, og hefir hann (aö
frásögn annara en hans sjálfs) borið lángt af. Margar eru hans
íþróttir, fleiri og meiri, þó ekki sé hér upp taldar, og mætti
þó tilnefna nokkrar, sem hann skarar fram úr öðrum í, sem
eru: allar listir hér að ofan töldu, einnig frábær ráðvendni og
stilling, góðmenska og lítillæti, hógværð og hreinskilni, greiði
og gjafmildi og fl. Fyrir þessar dygðir og listir, sem hann er
útbúinn með, og sem hann sýnir jafnt öllum, af öllum stéttum,
þá er hann elskaður af hverjum manni, í hverri röð sem er,
sem verðugt er.
Þessi passi gildir frá 1. ágústusmánaðar 1843 til þess 30.
júníus mánaðar 1844, handa herra gullsmið, málara og hár-
skerara S. H. Guðmundsen, sem reisupassi, en að öllu sem
fullkominn sýslupassi, ef hann setur sig niður í einhverri sýslu,
eins og hér er getið um að framan.
Þessi passi gildir fyrir herra Guðmundsen héðan frá Norð-
urmúlasýslu yfir allan þann part landsins, sem hér er að fram-
an skrifaður (þótt enginn embættismaður teikni á hann) heim
til Norðurmúlasýslu aptur, ef hann setur sig ekki niður í ein-
hverri sýslu á ferðinni, eins og hans áform er, sem fyr er
sagt hér að framan.
Þessi passi gjörist gildandi fyrir herra silfur- og gullsmið,
málara og hárskerara Sölva Helgason Guðmundsen, til að fara
svo hægt og hart um landið, sem honum þóknast, á þessu
tímabili, sem hér er fyr frásagt í passanum, því hann er í þe>nl
erindum, er hann verður að hafa hæga ferð, en það er við
náttúrufræði, að skoða grös og steina. málma og svo frv. E'1
að vetrinum ætlar hann að skoða, hvernig veður hagar sér til