Eimreiðin - 01.01.1923, Page 90
eimreiðin
Tilraunahúsin í Þrándheimi.
Árið 1919 var eg á ferð í Noregi og kom til Þrándheims.
Þar rakst eg á nývirki, sem mér þótti miklum tíðindum sæta:
heila röð af dálitlum kofum, sem bygðir voru að öllu eins og
gerist um íbúðarhús, en stærðin var ekki nema 2 metrar (um
3 álnir) að innanmáli á breidd og lengd. Voru þetta tilrauna-
hús, sem ríkið lét byggja til þess að rannsaka hver veggja'
gerð væri hlýjust og hentust. Próf. A. Bugge, kennari í bygg-
ingafræði hafði gengist fyrir þessu, og Stórþingið tók svo vel
í málið, að það veitti um 100,000 kr. til tilraunanna og bauð
auk þess að bæta svo miklu við sem þyrfti, því hér væri um
hið mesta nauðsynjamál að ræða. Alls voru bygð 27 hús, öll
jöfn að stærð, en veggirnir voru sinn af hverri gerð. Hituð
voru þau síðan með rafmagnsofnum og mælt nákvæmlega hve
mikið þurfti að hita hvert hús, svo að öll væru sífelt jafnheit.
Með sérstökum aðferðum var svo ákveðið hve mikill hiti faeri
gegnum dyr, glugga, loft og gólf, og mátti þá sjá hve mikið
hefði gengið gegnum sjálfa veggina, en þeir voru jafnstórir á
öllum húsunum.
Eg hafði tal af próf. Bugge, og sýndi hann okkur Guðjóm
Samúelssyni o. fl. þau húsin, sem komin voru upp. Síðan hefir
hann góðfúslega sent mér það, sem hann hefir skrifað um
tilraunirnar. Er þeim nú að mestu lokið og skýrt frá árangr-
inum f sérstakri bók: Forsökshuser, opfört ved Norges tek-
niske högskole i Trondhjem ved Andr. Bugge.
Það má geta nærri, að þessar miklu tilraunir eru ekki
þýðingarlausar fyrir oss. Og vil eg því reyna að skýra frá
því, sem mér virðist mestu skifta.
Húsin voru aðallega tvennskonar: timburhús og steinhús,
en af hverri tegund voru margar gerðir. Við tilraunirnar var
það haft fyrir augum, að reyna allar venjulegar tegundir veggia>
sem tíðkast hafa í Noregi, og auk þess allar helstu nýjungar>