Eimreiðin - 01.01.1923, Síða 93
E'Mreibin tilraunahúsin í ÞRÁNDHEIMI 89
°3 innveggur voru allþétt tengdir saman með múrsteinsbind-
■nsum. Hitaeyðslan var 159. Holrúmið hafði þá aukið hlýindin
Um nál. 14% og er það meira en alment hefir verið talið.
Húsið nr. V var gert á sama hátt, en utan veggjarholsins
Var þá hafður 1 steinn (24 cm) og innan þess V2 steinn.
Hitaeyðslan var 164. Hér sparaði ekki holrúmið nema 13°/°.
^að er því nokkru hlýrra að gera vegginn utan holsins þunn-
ar>, en þykkri innan. holsins. Þó er munurinn ekki ýkjamikill.
Húsið nr. VI hafði sömu veggjaþykt. Vtri veggur var 1
steinn, holið 6 cm og innan þess V2 steinn. Útveggurinn var
strokinn með sand-sementsgraut að innan. Út- og innveggur
Var tengdur saman með galvaniseruðum járnum, en ekki múr-
steinsbindingum, og voru því veggirnir minna tengdir saman
en í nr. 5. Hitaeyðslan var 157 (nr. V 164). — Hlýindi veggj-
anns aukast því við að bindingum fækkar. Best væri, ef hver
Ve9gur gæti staðið fyrir sig óbundinn.
Af þessum dæmum, sem hér eru talin, er það augljóst, að
jofthol í veggjum eru til bóta, og eykur eitt vel gert hol hlý-
'ndin um 10—15%. Nú má það heita kostnaðarlaust, að gera
siík veggjahol, þegar bygt er úr múrsteini eða steyptum stein-
um, og er þá oft sjálfsagt, að gera vegginn holan. Hins vegar
t>atnar veggurinn til muna, ef tóma holið er fylt með tróði.
i einu húsinu með 5 cm þykku holi, sem hafði hitaeyðsluna
i8l meðan holið var tómt, féll hún niður í 154 þegar holið
Var fylt með kóks-kolum, og eru þau þó ekki sérlega hlýtt
tróð. Þess ber og að gæta, að einir 5 cm er afarþunt tróðlag.
Húsið nr. VIII var bygt úr þríhólfuðum Leansteini (veggja-
Wkt 20 cm), tjargað að utan, sandborið og sléttað, en strokið
með sand-sementsgraut að innan. Hitaeyðslan var 200. Það
Var síðan þiljað að innan, og við það féll hitaeyðslan niður
1 146. Er það eftirtektarvert, hve mikið munar um þiljunina í
SVe> köldu húsi.
Húsið nr. IX var að flestu svipað. Það var gert úr tvíhlöðn-
Um Rex-steinum. Þreföld lofthólf voru í veggnum og vegg-
tyktin 23 cm. Hitaeyðslan var 181, en 129, þegar það var
Hljað að innan.
Bæði þessi hús úr sementholsteinum reyndust köld. Próf.