Eimreiðin - 01.01.1923, Síða 94
90
TILRAUNAHÚSIN í ÞRÁNDHEIMI
eimreiðin
Bugge hafði í fyrstu góða trú á steinum þessum, en eftir til-
raunirnar er dómur hans þessi: Þegar tekið er tillit til hlý-
inda, styrkleika og byggingarkostnaðar, verður að ráða fra
því að gera útveggi húsa úr sementholsteinum.
Tvöfaldir gluggar. Við tilraunirnar var hitaeyðsla gegnum
loft og gólf og glugga ákveðin á sérstakan hátt. Munurinn á
hitaeyðslu við einfalda glugga og tvöfalda reyndist svo mikill,
að í venjulegu íbúðarhúsi má gera ráð fyrir, að tvöfaidtr
gluggar spari 20"i« af hitunarkostnaði. Af hverjum 100 krón-
um, sem kol eru keypt fyrir, má spara 20, með því að gera
alla glugga tvöfalda.
Nokkrar helstu leiðbeiningarnar, sem fengist hafa við til-
raunirnar, telur próf. Bugge þessar:
1) Timburhús eru hlýjust og ódýrust (í Noregi).
2) 5” þykkur móveggur jafnast fyllilega á við 3" þykka
planka (sama er auðvitað að segja um torf), en sagtróð
álíka þykt er öllu heitara.
3) Veggjahol í múrveggjum eru til bóta, og best sett utarlega
í veggnum. Járnbindingar milli veggja eru betri en venju-
legir múrbindingar.
4) Fylt tróðhol eru hlýjari en tóm lofthol.
5) Sementholsteinar eru ekki hentugir í húsveggi (í Noregi)-
6) Tvöfaldir gluggar eru svo mikill sparnaður, að ástæða væri
til að lögskipa þá í öllum íbúðarhúsum.
Þó að tilraunir þessar séu mikilsvirði og þakklætisverðar,
þá virðist mér, að þær hafi þokað byggingamálinu skemra á
leið en vænta mátti. Gamlar aðferðir hafa verið vandlega
reyndar, en ekki ruddar nýjar leiðir, nema að litlu leyti. —
Og það er einmitt þetta, sem þarf að gera á vorum dögum.
Ef vér nú að lokum berum stefnu þá, sem ráðið hefir
um nokkurn tíma í veggjagerð hjá oss, saman við norsku til-
raunirnar, þá virðist mér að þær benda til þess, að hún sé
að öllu leyti góð og gild. Vér skiftum hverjum útvegg í burð-
arvegg og skjólvegg. — Burðarveggurinn er oftast gerður