Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1923, Page 96

Eimreiðin - 01.01.1923, Page 96
92 ÞINGVALLAHREYFINGIN EIMREIÐIN svo lítinn, í því, hvað úr þessari samkomu varð. Þanqað streymdi fólk úr öllum héruðum landsins, og var þar háð alþingi, lög gefin og mál dæmd, kaupstefna haldin, og skóli má segja að þar væri í hvers kyns vísindum, sem þjóðleg voru. Það er og eftirtektarvert, að ekki heyrist að til mála kæmi að breyta til um þingstaðinn og flytja þessa samkomu á annan stað. Það var misjafnlega mikið líf í alþingi, en um annan stað var ekki rætt. Því að það þarf ekki að nefna, þótt útlendingum, sem ekkert skyn báru á, og ekkert hirtu um nema eigin hag, dytti í hug að flytja alþingi í Kópavog- Enda var þá og alþingi komið á fallandi fót. Þegar litið er á legu Þingvallar, má og sjá, að honum er rétt einstaklega vel í sveit komið til aðsóknar. Hann liggur langt uppi í landi, og nálega eins nærri miðbiki þess og hægt er. Megin landsins, Suðurlandsundirlendið, á þangað hægt til aðsóknar. Ur öðru fjölbygðu héraði, láglendinu inn af Borg- arfirðinum, er og stutt þangað. (Jr Dölum og Húnavatnssýslu er furðu hægt að komast á Þingvöll, og jafnvel úr Skagafirði og Eyjafirði er það ekki langt. Að öllu samantöldu var víst enginn staður á öllu landinu hentugri til alþingishalds í fornöld en einmitt Þingvöllur. En auk þess er staðurinn óvenju hentugur að ýmsu öðru leyti. Náttúrufegurð er þar bæði stórfengleg að fjarsýn og fjöl- breytt og einkennileg að nærsýn, svo að leitun mun á öðru eins. Og staðurinn er alveg sérstaklega vel fallinn til funda- halda og mannfagnaðar, en um það hefir svo margt verið rætt og ritað, að óþarft er upp að telja. Má að eins minna á það eitt, sem mun nálega eins dæmi um staði hér á landi, hve þar er fult af allskonar kimum og afdrepum, eins og verið væri í stórvaxinni höll með mörgum híbýlum. Geta nálega hundruð manna verið svo við Þingvelli, að varla sjáist þar maður á róli, þótt um sé litast. Gerir þetta staðinn svo ein- kennilega laðandi og óviðjafnanlegan til dvalar. En á vorum dögum bætist svo við helgi staðarins. Omögu- legt er að hugsa sér þaulvígðari reit en Þingvöllur hlýtur að vera hverjum íslendingi. En það má heita ómetanleg eign, að eiga slíkan stað, jafn-ágætan að helgum minningum, fegurð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.