Eimreiðin - 01.01.1923, Síða 96
92
ÞINGVALLAHREYFINGIN
EIMREIÐIN
svo lítinn, í því, hvað úr þessari samkomu varð. Þanqað
streymdi fólk úr öllum héruðum landsins, og var þar háð
alþingi, lög gefin og mál dæmd, kaupstefna haldin, og skóli
má segja að þar væri í hvers kyns vísindum, sem þjóðleg
voru. Það er og eftirtektarvert, að ekki heyrist að til mála
kæmi að breyta til um þingstaðinn og flytja þessa samkomu
á annan stað. Það var misjafnlega mikið líf í alþingi, en
um annan stað var ekki rætt. Því að það þarf ekki að nefna,
þótt útlendingum, sem ekkert skyn báru á, og ekkert hirtu
um nema eigin hag, dytti í hug að flytja alþingi í Kópavog-
Enda var þá og alþingi komið á fallandi fót.
Þegar litið er á legu Þingvallar, má og sjá, að honum er
rétt einstaklega vel í sveit komið til aðsóknar. Hann liggur
langt uppi í landi, og nálega eins nærri miðbiki þess og hægt
er. Megin landsins, Suðurlandsundirlendið, á þangað hægt til
aðsóknar. Ur öðru fjölbygðu héraði, láglendinu inn af Borg-
arfirðinum, er og stutt þangað. (Jr Dölum og Húnavatnssýslu
er furðu hægt að komast á Þingvöll, og jafnvel úr Skagafirði
og Eyjafirði er það ekki langt. Að öllu samantöldu var víst
enginn staður á öllu landinu hentugri til alþingishalds í fornöld
en einmitt Þingvöllur.
En auk þess er staðurinn óvenju hentugur að ýmsu öðru
leyti. Náttúrufegurð er þar bæði stórfengleg að fjarsýn og fjöl-
breytt og einkennileg að nærsýn, svo að leitun mun á öðru
eins. Og staðurinn er alveg sérstaklega vel fallinn til funda-
halda og mannfagnaðar, en um það hefir svo margt verið
rætt og ritað, að óþarft er upp að telja. Má að eins minna
á það eitt, sem mun nálega eins dæmi um staði hér á landi,
hve þar er fult af allskonar kimum og afdrepum, eins og verið
væri í stórvaxinni höll með mörgum híbýlum. Geta nálega
hundruð manna verið svo við Þingvelli, að varla sjáist þar
maður á róli, þótt um sé litast. Gerir þetta staðinn svo ein-
kennilega laðandi og óviðjafnanlegan til dvalar.
En á vorum dögum bætist svo við helgi staðarins. Omögu-
legt er að hugsa sér þaulvígðari reit en Þingvöllur hlýtur að
vera hverjum íslendingi. En það má heita ómetanleg eign, að
eiga slíkan stað, jafn-ágætan að helgum minningum, fegurð