Eimreiðin - 01.01.1923, Blaðsíða 98
94
ÞINGVALLAHREVFINGIN
eimreiðin
hver hún er, að þá flytur hún alþingi á Þingvöll við Oxará.
Annarstaðar getur það ekki átt heima.
Þessi hugmynd er nú gömul. En nú er einmitt á marga
lund vakning með þjóðinni, og þá leita hugirnir til Þingvallar.
Nú rignir niður hugmyndum um Þingvöll, og það er góðs viti.
Fyrir nokkru síðan vakti Björn Þórðarson hæstaréttarritari
máls á því, að íslendingar ættu að efna til þjóðhátíðar. Skal
hér ekki farið frekar út í það mál af þeim sökum, að hann
ber þetta mál fram fyrir lesendur um land alt í ágætri og
ítarlegri grein í þessu hefti Eimreiðarinnar, og geta menn því
séð þar rök hans. Er varla annað trúlegt, en að mönnum
getist vel að þessari hugmynd, og vildu óska að hún yrði,
áður langt líður, meira en hugmynd tóm. En auðvitað er stað-
urinn, sem þjóðhátíð þessari er valinn, enginn annar en Þing-
völlur við Oxará. Þar, og hvergi annarstaðar, verður slík
þjóðhátíð, sem er það í orðsins sönnu merkingu. haldin. Það
má víða finna góðan völl fyrir skeiðsprett, víða glíma og sýna
íþróttir, víða halda tölur og syngja og skemta sér við útivist
í góðu veðri. En þjóðhátíð á að vera meira en samsafn af
slíku. Hún á að vera það, sem Olympíuleikarnir voru Grikkj-
um í fornöld, einskonar heilagt tákn þjóðarheildarinnar, þrátt
fyrir dreifinguna. Hún á að vera samkoma, þar sem menn
fái afl til betri samvinnu, meiri metnaðar og tilfinningar fyrir
hlutverki þjóðarheildarinnar. Og í því efni má ekki ganga
fram hjá áhrifum Þingvallar.
Nýlega flutti séra Eiríkur Albertsson á Hesti fróðlega fyrir-
lestra um kirkju og skóla. I síðasta fyrirlestrinum vék hann
að hugmynd sinni um mikinn og merkilegan skóla, er þjóðin
ætti að koma sér upp, nokkurskonar lýðháskóla. Lýsti hann
hugmynd sinni vel, og var augljóst af máli hans, að það var
skólinn alkunni í Sigtuna í Svíþjóð, sem vakti fyrir honum.
Hefir sá skóli og, að dómi allra, er til þekkja, náð tilgangi
sínum mjög vel, og mundu Svíar síður en ekki vilja af hon-
um sjá. Skóli sá, er síra Eiríkur vildi koma á stofn, átti að
vera kirkjulegur og þjóðlegur skóli, og færði hann mörg rök
og góð fyrir því, hve mikið tjón væri að því hve þetta tvent,
kirkjan og þjóðlífið, hefði viðskila orðið hér hjá okkur, eins