Eimreiðin - 01.01.1923, Side 102
98
ÞINGVALLAHREYFINGIN
EIMRIEÐIN’
Og skólinn mundi græða á því, og nemendurnir hafa betra af
því að vera þar, sem bæði þeir og allir vita, að þjóðin er að
vinna að friðun og fegrun alls, sem umhverfis er. Og þá aetti
þjóðgarðurinn ekki að hafa nema gott af því, sem skólafólkið
vildi taka höndum til í frístundum. Þjóðgarðinum er það nauð-
synlegt, að sem flestir sjái hann og kynnist honum og þv^1
vænt um hann. En vænst þykir mönnum um það, sem þe*r
vinna eitthvað að sjálfir. Skólann mundu sækja margir, víðs-
vegar að af landinu, og bæru þeir þá hróður garðsins út um
landið og ætti hann þá áhugasama fylgismenn og vini um
land alt.
Og svo loks þjóðhátíðin. Hún byggist á því, að menn finn*
til lyftingar og uppörfunar á samkomunni. Og það á fornhelg1
staðarins á Þingvelli að hjálpa til með. En ekki mundi það
spilla, þó að ný framtakssemi lyfti þar einnig undir, svo að sa,.
sem Þingvöll skoðar þyrfti ekki að enda með því að andvarpa:
Svona er feðranna frægð
fallin í gleymsku og dá.
Þá ætti fornhelgi staðarins að verka með margfölduin kraftir
þegar það sæist, að hin unga kynslóðin vill seilast yfir ves-
aldar-aldirnar, sem á milli liggja og takast í hendur við hina
þróttmiklu fornaldarkynslóð um það, að vernda þjóðerni sitt oS
frelsi og hafast nokkuð að.
Og alt önnur væri líka hin ytri aðstaða þjóðhátíðarinnarr
ef á Þingvöllum væri slík stórbygging komin. Það ætti ekki
að koma í veg fyrir að menn reistu sér búðir, eins og stungiö
er upp á í grein Björns Þórðarsonar. En sægurinn, sem til
slíkrar þjóðhátíðar streymdi væri svo mikill að öll húsrúm
myndu fyllast.
Og þegar svo væri komið, að á Þingvelli væri friðhelsur
þjóðgarður og þar stæði hinn þjóðlegi skóli og þjóðhátíðin f$rl
þar fram, þá mundi fara að þroskast sú hugmynd, að þar æÚ1
alþingi að vera haldið og stjórnin að sitja. Með verulega greið-
um samgöngum við Reykjavík væru engir ókleifir annmarkar
á því. En þá er nú tekið að skygnast í framtíð fjarri, og lisSla
margar tröppur upp að þeirri hugsjón.
Magnús Jónsson.