Eimreiðin - 01.01.1923, Síða 105
EIMREIÐIN
TÍMAVÉLIN
101
þess að álykta, að vélin mundi vera inni í fótstallinum. En
hverju faraldri hún var þangað komin, það var annað mál.
Sá eg nú bóla á tveimur mönnum í ljósgulum skikkjum, er
voru á leiðinni til mín gegn um runnana undir nokkurskonar
ePlatrjám, er voru alþakin blómskrúði. Sneri eg mér brosandi
að þeim og benti þeim að koma. Þeir komu strax til mín.
Benti eg þá á fótstallinn og gerði þeim skiljanlegt með lát-
hragði, að mig langaði til að opna hann. En þegar þeir sáu
þetta brá þeim mjög kynlega. Eg veit ekki við hvað eg á að
l'kja framkomu þeirra. En hugsið ykkur mann hafa í frammi
eitthvað stórhneykslanlegt í viðurvist konu er hefir viðbjóð á
slíku og væri næm fyrir því — þá mundi hún líta eitthvað
svipað út og þeir gerðu. Þeir sneru á brott frá mér með þeim
svip, að því var líkast, að eg hefði smánað þá nokkurn veginn
e>ns og hægt væri. Eg endurtók þessa tilraun mína aftur við
Ijómandi fallegan hvítklæddan ungling, en það fór nákvæmlega
á sama veg. Framkoma þeirra var með þeim hætti, að eg gat
ekki að mér gert að fyrirverða mig. En hér var um svo mikið
að ræða fyrir mig, að eg mátti ekki gefast upp. Eg reyndi því
v>ð hann aftur. En hann vatt sér frá mér eins og hinir og
®tlaði að forða sér. Þá var mér nóg boðið. Það fauk í mig
svo að eg rann a eftir honum og náði honum á augabragði.
Þreif eg í hálsmálið á skikkjunni og dró hann með valdi að
fótstallinum. En þegar mér varð litið framan í hann og sá
hvílík skelfing og viðbjóður speglaðist í andlitinu féll mér allur
hetill í eld, og lét eg hann fara.
En eg einsetti mér að gefast ekki upp. Eg lamdi hnefun-
»>n í bronsi-spjöldin, svo að söng í. Mér fanst eg verða var
einhverrar hreyfingar inni fyrir, — sannast að segja heyrðist
nér eitthvað líkast hlátri — en það hefir líklega verið mis-
heyrn. Eg fór og sótti hnullung í árfarveginn, og lét hann
óynja á fótstallinum, þar til ein af upphleyptu myndunum var
>neð öllu bæld, en mosagróðurinn hrundi af heilum spildum.
Litla fólkið hefir heyrt barsmíðina í milu fjarlægð. En hvaða
9agn var að þessu öllu? Eg sá þá langt í burtu horfa á mig
sneypulega. Loks var eg orðinn bæði þreyttur og sveittur,