Eimreiðin - 01.01.1923, Side 110
106
TÍMAVÉLIN
eimreiðin
Eg var að horfa á hóp af þessu smá-fólki baða sig í síki
einu. En einni þeirra varð ilt á sundinu og straumurinn greip
hana. Það var talsverður strengur í ánni, og mundi þó ekki
nú á dögum vera kallaður neitt hættulegur meðalmanni. En
af því getið þið séð, hve magnlaust og lingert þetta fólk var,
að enginn einasti hreyfði hönd né fót til hjálpar, þó að þessi
litli aumingi æpti af öllum mætti í dauðans angist og væri að
drukna þarna fyrir augum þeirra. Þegar eg tók eftir þessu,
smeygði eg mér úr fötunum, óð út eftir rifi dálítið neðar,
greip litla veslinginn og dró hana í land. Það þurfti ekkert
annað en núa líkama hennar ofurlitla stund, til þess að hún
yrði alhress, og þótti mér vænt um að sjá, hve fljótt hún náði
sér aftur. Eg var nú ekki farinn að hafa hærri hugmynd um
þetta fólk en svo, að eg hélt að hún mundi bráðlega gleyma
þessu öllu. En þar skjátlaðist mér mjög.
Þetta bar við að morgni dags. Síðari hluta dags var eg á
heimleið úr einni af könnunarferðum mínum um nágrennið,
og mætti eg þá þessari sömu litlu stúlku — því eg held að
það hafi verið stúlka. Laust hún þá upp fagnaðarópi miklu,
er hún sá mig, og færði mér stóreflis blómakeðju, sem hún
hafði auðsjáanlega búið til handa mér og engum öðrum. Es
varð mjög snortinn af þessum atburði. Eg hefi víst verið í
raun og veru enn þá meira einmanalegur en eg vildi kannast
við fyrir sjálfum mér. Hvað sem því leið, þá dró eg enga dul
á það, hve vænt mér þótti um gjöfina. Settumst við bráðlega
niður á steineik nokkra og hófum samræður, einkum með því
að brosa hvort til annars. Vinátta hennar hafði alveg sömu
áhrif á mig eins og vinalæti barns mundu hafa haft. Við gáf-
um hvert öðru blóm, og hún kysti hendur mínar. Eg galt það
í sömu mynt. Svo fór eg að reyna að tala, og komst að raun
um, að hún hét Vína. Ekki veit eg hvað það nafn merkti, en
mér fanst það eiga alveg við hana. Svona hófst þessi ein-
kennilega vinátta okkar, sem stóð í viku og lauk — eins og
eg skal síðar segja!
Hún var alveg eins og barn. Hún vildi helst aldrei við mig
skilja, hvert sem eg fór, og þegar eg lagði upp í næsta leið-
angur minn, verð eg að segja, að það gekk mér nærri hjarta