Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1923, Page 110

Eimreiðin - 01.01.1923, Page 110
106 TÍMAVÉLIN eimreiðin Eg var að horfa á hóp af þessu smá-fólki baða sig í síki einu. En einni þeirra varð ilt á sundinu og straumurinn greip hana. Það var talsverður strengur í ánni, og mundi þó ekki nú á dögum vera kallaður neitt hættulegur meðalmanni. En af því getið þið séð, hve magnlaust og lingert þetta fólk var, að enginn einasti hreyfði hönd né fót til hjálpar, þó að þessi litli aumingi æpti af öllum mætti í dauðans angist og væri að drukna þarna fyrir augum þeirra. Þegar eg tók eftir þessu, smeygði eg mér úr fötunum, óð út eftir rifi dálítið neðar, greip litla veslinginn og dró hana í land. Það þurfti ekkert annað en núa líkama hennar ofurlitla stund, til þess að hún yrði alhress, og þótti mér vænt um að sjá, hve fljótt hún náði sér aftur. Eg var nú ekki farinn að hafa hærri hugmynd um þetta fólk en svo, að eg hélt að hún mundi bráðlega gleyma þessu öllu. En þar skjátlaðist mér mjög. Þetta bar við að morgni dags. Síðari hluta dags var eg á heimleið úr einni af könnunarferðum mínum um nágrennið, og mætti eg þá þessari sömu litlu stúlku — því eg held að það hafi verið stúlka. Laust hún þá upp fagnaðarópi miklu, er hún sá mig, og færði mér stóreflis blómakeðju, sem hún hafði auðsjáanlega búið til handa mér og engum öðrum. Es varð mjög snortinn af þessum atburði. Eg hefi víst verið í raun og veru enn þá meira einmanalegur en eg vildi kannast við fyrir sjálfum mér. Hvað sem því leið, þá dró eg enga dul á það, hve vænt mér þótti um gjöfina. Settumst við bráðlega niður á steineik nokkra og hófum samræður, einkum með því að brosa hvort til annars. Vinátta hennar hafði alveg sömu áhrif á mig eins og vinalæti barns mundu hafa haft. Við gáf- um hvert öðru blóm, og hún kysti hendur mínar. Eg galt það í sömu mynt. Svo fór eg að reyna að tala, og komst að raun um, að hún hét Vína. Ekki veit eg hvað það nafn merkti, en mér fanst það eiga alveg við hana. Svona hófst þessi ein- kennilega vinátta okkar, sem stóð í viku og lauk — eins og eg skal síðar segja! Hún var alveg eins og barn. Hún vildi helst aldrei við mig skilja, hvert sem eg fór, og þegar eg lagði upp í næsta leið- angur minn, verð eg að segja, að það gekk mér nærri hjarta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.