Eimreiðin - 01.01.1923, Page 111
E'MREIÐIN
TÍMAVÉLIN
107
að sjá hana gefast upp, örmagna af þreytu, og verða loks að
Sanga frá henni þar sem hún æpti á eftir mér aumkunarlega.
En það var ekki um annað að gera, en glíma við ráðgátur
bessarar nýju veraldar. Eg sagði við mig sjálfan, að eg væri
e^ki inn í þennan framtíðarheim kominn til þess að dufla við
dverga. En það var yfirtak, hve hún tók sér nærri að skilja
mig, og hve sárlega hún bar sig yfir því að sjá af mér, og
e9 veit varla hvort eg hafði meira af ánægju eða vandræðum
af henni og kærleik hennar. En það var ómögulegt að neita
tví, að hún veitti mér mikla ánægju. Eg hélt í upphafi, að
það væru barnalæti ein, hve góð hún var við mig. Eg sá það
ekki fyr en um seinan, hvílíka sálarkvöl eg hafði bakað henni
með því að skilja við hana. Og eg sá það ekki heldur fyr
en um seinan, hve mikils virði hún var orðin mér. Því að þó
ab það væri ekki annað en þetta, að hún lét alt af vel að
mér, og reyndi af veikum mætti að láta í ljós umönnun fyrir
mér, þá var svo komið, að í hvert skifti, sem eg sá hvíta
sfinxinn í fjarska, fanst mér eg sjá heim. Og það fyrsta, sem
e9 leit eftir, er eg kom á hæðarbrúnina, var það, hvort ekki
brygði einhversstaðar fyrir litlu brúðunni minni í hvíta kyrtlin-
með gullbryddingunum.
Eg komst líka fyrst að því hjá henni,. að óttinn var ekki
horfinn úr mannlífinu. Um bjartan daginn vantaði hana ekki
hugrekkið, og mér treysti hún alveg óskiljanlega mikið. Einu
s,nni t. d. gerði eg það af gáska, að eg ygldi mig framan í
hana og gerði mig byrstan, en hún gerði ekki annað en hlæja
að mér. En hún var hrædd við myrkrið, hrædd við hvern
skugga, hrædd við hvern svartan hlut. Dimma og sorti var
Það eina, sem hún hræddist. Þessi óttatilfinning hennar var
svo hamslaus, að eg féll í stafi yfir því, og eg fór að hug-
leiða þetta betur. Eg komst að því, meðal annars, að þetta
smáfólk þyrptist inn í hallirnar þegar skyggja tók og svaf þar
1 kösum. Ef komið var að þeim í myrkrinu, brá þeim svo, að
Ekast var sem æði gripi þá. Eg varð aldrei var við nokkurn
Þeirra utan dyra eftir að dimt var orðið. Eg var svo þver
°9 þrár, að eg vildi ekki láta segjast af þessum ótta, en hélt