Eimreiðin - 01.01.1923, Blaðsíða 123
E1MREIÐIN
RITSJÁ
119
Þessi sömu einkenni hans koma fram í „Kyljum". Einkenni hans halda
sfir svo glögg, að það er eins og nafn hans sé bundið í hverju kvæði.
Osjálfrátt verður manni, að bera þessa ljóðabók saman við „Spretti".
^úningur kvæðanna er öllu fágaðri í Kyljum. Það er ekki jafnmikið af
tessum nibbum og eggjum, 'sem sumum þótti við of í „Sprettum" en gáfu
Sl«num kvæðunum óneitanlega tiltakanlegan kraft og svip, og féllu oft ein-
kennilega vel við sjálft efnið og meðferð þess. En munurinn er ef til vill
f°lginn í því, að höf. hefir náð meira valdi yfir forminu, og þarf ekki
halda á jafn mikilli sundurgerð til þess að ná því, sem hann vill.
Eg held að Jakob nái í þessari bók sjaldan bestu „sprettunum" í hinni
k°kinni. En á hinn bóginn eru þessi kvæði jafnari, og ætti það að sýna
n’e>ri þroska og sjálfsumvöndun. Og „Kyljur" standa framar að efnisvali.
Skáldið brýtur hér fleiri vandamál til mergjar, og varpar mestu ljósi yfir
n,ar9t í mannlífinu.
Að hætti margra góðra skálda lætur Jakob Thorarensen ekki bera
’nikið á lífsskoðan sjálfs sín. Þó að hann segi margt um lífið og tilver-
una, er ekki gott að fullyrða, hvað af því er hans skoðun, og hvað eru
siiYndimyndir, sem hann bregður upp af list sinni. Hann forðast allan
Pfédikunartón, allar tilraunir, að troða sinni skoðun upp á aðra. En hann
hefir í hendi beittan kuta til að kryfja með og skarpan sjónauka til þess
að bregða fyrir augu lesandans, og sýna honum inn í meinsemdir og
hégóma alls.
Stefnuskrá má kalla þetta (bls. 14):
Best mun þannig lífi’ að Iifa,
lítils spyrja’ og engin skrifa
fyrirheita ofstór orð. —
ógn er leitt í langferðonum,
ef lagt er upp með sólskinsvonum,
en reynslan þokum þekur storð.
Hann þekkir það, eins og hann segir í sama kvæði (Mælst við þögn-
ina bls. 13), að
oft er gróin aldaþekking
afhjúpuð sem versta blekking,
°9 því er best að fara varlega.
Af því, hve Jakob er skygn á meinin, snúast lýsingar hans á mannlíf-
‘nu að jafnaði upp í ádeilu. Einna rammast í því efni er kvæðið „Skafl-
ar“ (bls. 19). Snúast athuganir hans upp í megnan leiða:
Skal sær ei hækka senn?
Því sekkur land ei enn?
Æ, til hvers eru allir þessir menn?
Hann vegur æðstu hnoss lífsins og finnur þau léttvæg.