Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1923, Qupperneq 130

Eimreiðin - 01.01.1923, Qupperneq 130
126 RITS]Á eimreiðin Fyrri kaflar hennar eru að vísu almennara eðlis, um „hughrif og hug- smíðar", „ofskynjanir", „dáleidda menn“, „vitundar og sinnaskifti", „galdra og töfra" o. s. frv. og er þar margvíslegur fróðleikur saman kominn, sögulegur og annar. En í raun og veru eru þessir kaflar ekki annað en undirbygging þess, sem á eftir kemur, um guðspekina, og aðrar og nýrri stefnur. Höf. er mjög andvígur allskonar „hjátrú", og hefir á reiðum höndum svör við öllu, sem á „dul“ byrjar. Það er alt, eða næstum því alt „ofskynj- anir“, loddarabrögð, heimska eða annað slíkt. Bókin minnir mann í því efni á bækur þær, sem um slík efni voru skrifaðar fyrir nokkrum árum, þegar menn gengu í þeirri sælu vissu, að þeir hefðu með framþróunar- kenningu, og öðru slíku grafið fyrir rætur allra vandamála tilverunnar, og gátu því vísað öllu dularfullu í ruslakistu gamalla hleypidóma. Það var eins og þá væri alt í andans heimi svo ódýrt og auðvelt. En nú er komin dýrtíð í því efni eins og í likamans nauðsynjum. Og nú er þv* hætt við að menn meti þessar fullyrðingar lítið meira en ef einhver byði 40 kr. fyrir 5 herbergja íbúð í Reykjavík. Nú verður að taka þetta alt til miklu nákvæmari rannsóknar, og dugar ekki það eitt, að kalla alla reynslu manna í þessum efnum fáfræði og blekkingar. Rammastur er höf. út í guðspekina, enda er hann alþektur að and- stöðu við þá stefnu, og hefir margt á móti henni skrifað áður. Það skín líka gegnum alt, alt frá sjálfum röksemdunum og það að orðalaginu sjálfu, hversu höf. er í nöp við guðspekina og telur hana mikla heimsku. Það er nú fjarri mér að vilja gerast málsvari guðspekinnar, því að röksemdafærsla hennar og fræðikerfi er mjög fjarri mínu skapferli, en hitt er mér jafn ljóst fyrir því, að hún verður hvorki skýrð né hrakin með þeirri aðferð, sem höf. þessarar bókar beitir. Engin stefna verður hrakin nema hún sé skilin, en skilin verður hún ekki nema með samúð og einlægni. Maður, sem væri kristindóminum ókunnugur en þó fjandsam- legur og liti á hann út frá alt öðrum hugsunarhætti og skoðun á lífinu og tilverunni, en hefði hraflað eitthvað úr bókum um hann, mundi ekki geta gert honum rétt til. Forfeðrum vorum þótti hann t. d. ekki koma vel heim við Valhallar paradís sína. Þór skoraði Krist á hólm, en Kristur þorði ekki að berjast, og þar með var kristna trúin vegin og léttvæg fundin. — Það má t. d. ekki láta sér detta í hug, að trúarbrögð, sem miljónir manna una við öldum saman, séu upphaflega búin til, þ. e. upp- diktuð, af nokkrum prestum. Það hugsa ekki allir eins og við, vestur- landabúarnir, og því er ekki heldur von að allir klæði trú sína sama búningi. En hitt er annað mál, að við eigum ekki að taka hverju því, s«m aðfengið er og er andstætt okkar eðli. Fljótfærni og óvandvirkni verður allmjög vart í bókinni, og margt full- yrt, sem óvíst er hvort órekandi heimildir eru fyrir. En á hinn bóginn er stíll köf. auðugur og fjörmikill, og fróðleikur töluverður og marghátt-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.