Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1923, Page 131

Eimreiðin - 01.01.1923, Page 131
eimreiðin RITSJÁ 127 a5ur. Bókin er því vel læsileg og veitir talsveröa fræðslu um ýmislegt, en höfuðtilgangi sínum nær hún tæpast nema hjá þeim, sem fyrir fram eru á sama máli og höf., og þykir því vænt um skammirnar, sem hann l*tur dynja. M. J. Frederich Paasche: SNORRE STURLASON OG STURLUNGERNE, Wria, Aschehoug 1922. Prófessor Paasche er orðinn svo kunnur hér á landi, að margir munu v,lja kynnast þessari nýju bók hans. Hún er auk þess um það efni, sem 'öngum hefir verið hugþekt oss íslendingum, þótt blandnar séu þær til- finningar, sem vér berum til þess tímabils, sem um er rætt. Þessi bók er sögurit, partur af sögu Islands. Hún er ekki hugleiðingar Um þetta tímabil og ekki mat á mönnum og málefnum, bókmentum eða slíku, heldur beinlínis sagan sjálf, rakin fyrir þá, sem þessu tímabili eru úkunnugir áður, og er hún því, eins og eðlilegt er, enn þá meira við hsfi Norðmanna, sem kynnast vilja þessum parti sögu íslands, heldur en Wrir íslendinga, sem margir hafa lesið Sturlungu. En það er nú svo um Sturlungu, að þótt enginn „frýi henni vits", þá er ekki hlaupið að því ah fá Ijóst yfirlit eftir henni. Myndirnar, sem hún bregður upp, eru svo margar og þar ægir svo mörgu saman, að skógurinn sést oft og einatt °9lögt fyrir trjánum. Og því er það mjög gott, að fá sögu Sturlunganna n,aða ljóst og skipulega, greinilega og með fjöri, og það er einmitt það, sem prófessor Paasche hefir gert. Það á að lesa þessa bók, en ekki til Þess að leggja Sturlungu fyrir róða, heldur einmilt til þess að geta Iesið Sturlungu með betri árangri eftir. Sagan er sögð hér frá deilu þeirra Hafliða og Þorgils lil dauða Snorra Sturlusonar, og sögunni hagað svo, að persóna Snorra komi skýrt fram. Er mynd Paasches af Snorra í flestu mjög lik mynd þeirri, sem próf. Sigurður Nordal hefir dregið upp af honum í bók sinni um Snorra Sturluson. Guðmundi biskupi Arasyni er og vel iýst, og er hér skrifað Uln hann með þeim skilningi á samtíð hans og þeirri hlýju, sem oft hefir skort, svo að þessi mikli hugsjónamaður fær nú að njóta sín í sögunni. ^firleitt hefir höfundinum tekist að gera bæði persónurnar og söguþráðinn Ijóst fyrir lesandanum, og greiða úr flækjunum, en á hinn bóginn nolar höf. sér vel frásögn Sturlungu, þar sem henni tekst best upp. Að sumu leyti er það kostur, að bókin er rituð af útlendingi. Það er °‘I, að sá sem stendur fjær, sér enn betur, og er lausari við Iandlæga f°rdóma um eitt og annað. Að vísu kemur þetta lítið fram í bókinni, en hað gefur nokkurs konar tryggingu gegn því, að svo sé. Þá gefur það °S bókinni gildi, hve fádæma fróður höf. er um miðaldakirkjuna og bók- n^ntir hennar. Og enn er það, að próf. Paasche ritar af miklu fjöri og með ágætum sögustíl, svo að bókin er mjög skemtileg. Við Islendingar erum mjög viðkvæmir fyrir öllu því, sem okkur finst a okkur hallað af erlendum rithöfundum, og hefir okkur stundum fundist
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.