Eimreiðin - 01.07.1925, Síða 40
224
„FERHENDURNAR LIFA“
EiMKEiP1"
form. Þess vegna ber að álykta á þá leið, að þetta sé
legasta einkennið á íslenzkri braglist. Eiga t. d. aðrar
vísu á borð við þessa, að öllu jöfnu:
þjóí'
þjóð'f
Syrtir, þéttir, hylur, hrín,
hreytir, skvettir, fyllir.
Dirtir, léttir, 6kilur, skín,
skreytir, sléttir, gyllir.
En þvílíka kostagripi eigum við hundruðum saman.
í öðru lagi er stakan gædd svo öflugum lífsþrótti hugS- j
og friðar, að mörgum hagyrðingum er þessi skáldgáfnateSuf.
sístreymandi blessunarlind. Falleg vísa veitir oft björtu ll0.3
inn í myrkur sálarinnar. Stakan fróar, og gegnum grátsHV
rofar fyrir sól gleðinnar á ný. Einmitt á slíkum stundum renn
tveir lækir úr ljóðalindinni, svo öll þjóðin hlustar á kHðin
hljómhreinan og friðandi:
Hvar sem hugarharmur dró
. hrygðarrún á svipinn,
veittu hjarta fulla fró
frjálsu strengjagripin.
Stundum er ómurinn enn þá mildari og viðkvæmari ^
þarf að hlusta enn þá betur:
Þegar bjátar eitthvað á
ört og viðkvæmt sinni,
altaf finn ég friðinn hjá
ferskeytlunni minni.
Vísur á borð við þessar þekkjast um alt land. Þsr °rf
kveðnar úti og inni, milli fjalls og fjöru, og altaf draga Þ j
úr sviða og sefa ólgu harms og hrygðar. Alt, sem miðar t,
því að dreifa dimmunni og veita kjarki og birtu inn í líf Þ)0 ;
arinnar, á að Iifa, og því ber að hlúa sem bezt að þesStl 3
braggróðri íslenzkra alþýðuskálda, með því að viðurke11 ‘
kosti stökunnar opinberlega. Þriðja ástæðan er náskyld
ari síðastnefndu.
Það er gleðiblærinn, sem einkennir betur tækifærisvísUrI^r
en löngu kvæðin. Þær auka glaðværð og fjör; höndin vinno1
verkið hraðar, þegar rauluð er fyrir munni sér smellin
hressandi gamanvísa. Ferðalagið gengur betur, þegar kve
er við raust: