Eimreiðin - 01.07.1925, Blaðsíða 76
260
TIL FÆREYJA
EiMR
og leita þar miða, sem veiðin er bezt. —
Aðrir til bjarganna búa sig.
Bratt er um klettanna refilstig.
En fuglarnir gargandi’ um þverhnípta hamrana hópa
Maður sést hverfa af hamarsins brún,
hann hangir á þræði, en djúpið við fætur hans gín-
Hann er léttur og frjáls eins og laufið,
sem hvirflast í hring.
Hann flýgur nú sjálfur sem fuglinn,
er flykkist að alt um kring.
Ég sé þig, land mitt, við haustsins húm
og hverfandi bjartar nætur.
A bæjum kemst alt á tundur og tjá,
þá taka menn hrífur, orf og ljá,
því að túnið er óslegið enn.
En brátt heyrast köllin hvell og há,
og hver maður kastar orfi’ og ljá.
Það er hrópað og kallað á konur og menn.
Grindaboð!
Grindaflokkur upp að landi leggur,
um landið þjóta boð.
Og fiskisagan flýgur.
A milli bygða berst hún eins og ör,
því bál er kynt í hverri vör.
Og aldrei man ég meira fjör
en margan slíkan dag.
Á skammri stund er öllum bátum ýtt,
og árar skella’ í sjó.
Hvítklæddir sveinar róa’ á bæði borð,
svo brakar í hlummum og keipum.
Freyðandi bylgjan brotnar fyrir stafni;
báturinn skríður; enginn mælir orð.
Um fjörð og sund á samri stund
sjást stefna ótal fley á hvalavog.
Þar mælist her í miðju trogi allur,
en mestu ræður hitt að vera fangasæll og snjallur.