Eimreiðin - 01.07.1925, Page 78
262
TIL FÆREYJA
í fyrstu til að læra.
Því þó að grund sé grýtt og hörð
og gjafaspör sé okkar jörð,
með iðni skal hún björg og blessun færa,
Og inni’ er líka’ að ótal mörgu’ að hyggja;
til annars lands, sem frændur okkar byggja,
til Islands — býr sig hópur hraustra drengja.
Og öllu þarf að sinna,
svo engan skorti neitt.
Nú tekið er alt, sem unnið
og táið, kembt og spunnið
og ofið var um vetrarkvöldin löng.
Það gamla’ er bætt og hnútum hnýtt
og Iagað alt, sem ekki’ er nýtt.
A meðan amma og mamma,
og mærin hýr og smá,
sem eiga’ um alt að sjá,
þær láta hugann líða
um lönd og höfin blá.
Og vonir þeirra fylgja þeim,
sem fara burtu má,
allar bestu óskirnar
og insta hjartans þrá. —
Drottinn, láttu drauminn rætast,
að drenginn megum við aftur sjá.
Ég elska þig, land mitt.
Ég elska þig, þjóð mín.
Ég óska, að auðnan þér fylgi,
sú auðna, sem skapast kann
af stríði og striti,
af tállausri trygð
og trúnni á kærleikann.
Freysteinn Gunnarsson þýddi.