Eimreiðin - 01.01.1926, Blaðsíða 18
14
STJÓRNMÁLASTEFNUR
EIHREiÐI^
Ennfremur á ríkið aðra sjóði, sem eru á vöxtum, en bera
ekki ríkissjóði sjálfum arð, svo sem er Ræktunarsjóður, Kirkju-
jarðasjóður, Fiskiveiðasjóður og Bjargráðasjóður samtals um
3 milj. kr.
Verzlunarhöftin. Viðleitnin á því að endurreisa haS
ríkissjóðs yfirskygði svo gersamlega öll önnur mál í þingiuu
1924,. að íhaldsflokknum gafst lítið færi á að marka eða sér-
kenna afstöðu sína til annara stefnumála. Þó kom fraíI1
ágreiningur í einu máli, sem sýndi greinilega hvorir vildu
virða meira réttindi og frjálsræði einstaklinganna. Milli þinS'
flokkanna var nokkurnveginn- samkomulag um það, að rétt
væri að beita um stund aðflutningshöftum á miður nauðsyU'
legum varningi, til þess að rétta við verzlunarjöfnuð þjóðar-
innar og stuðla með því að hækkun gengisins. En ágrein'
ingur reis um tilhögun þessara hafta. Framsóknarflokkurinn 1
n. d. krafðist þess, að innflutningur á æði mörgum tilteknum
vörutegundum yrði algerlega bannaður með lögum, án þesS
að landsstjórnin hefði neina heimild til að veita undanþágur
þar frá. Með þessu átti að ganga afskaplega nærri einstakling5'
frelsinu, því að allir vita að vörutegund, sem alment tekið er miður
nauðsynleg, getur verið ákaflega nauðsynleg í einstökum tilfellUIfl>
t. d. einstakar erlendar fæðutegundir handa mönnum, sem veikl'
aðir eru og þurfa sérstakt matarhæfi, og einatt getur eitthvað
ofurlítið af slíkum vörutegundum verið alveg ómissandi fyrir sef'
stakan innlendan atvinnurekstur. Með algerðu lagabanni er °'
mögulegt að undanskilja allar þær vörutegundir, sem þannig þart
að flytjast eitthvað ofurlítið af. íhaldsflokkurinn hélt fram a^'
flutningshöftum með heimild fyrir stjórnina til að veita undan'
þágur, þegar nauðsyn krefði, og varð þetta ofan á eftir harða
sennu í n. d. Munurinn á stjórnlyndi Framsóknarflokksins °S
frjálslyndi Ihaldsflokksins kom hér greinilega fram.
Frjáls verzlun. Á þinginu 1925 var farið að rofa til unl
útlitið fyrir fjárhag ríkissjóðs, og lágu þá fyrir ýms Önnur
stefnumál, eða voru upp tekin. Aðaldeiluefnin milli flokkanna
voru einkasölurnar, og þá fyrst og fremst afnám steinolíu'
einkasölunnar.
Baráttan fyrir frjálsri verzlun hefur hér á landi og siin1'
staðar annarstaðar verið meðal mikilvægustu verkefna frjáls'