Eimreiðin - 01.01.1926, Blaðsíða 40
36
STEFANÍA QUÐMUNDSDÓTTIR
EIMRElE>IfI
Ég sá hana fyrst í gamansömu hlutverki. Og nú er fljótt
yfir sögu að fara. Ég gleymdi allri gagnrýni. Ég hlustaði o3
horfði hugfanginn. Þegar fyrsta kvöldið, sem ég sá hana
leika, var ég ekki í neinum vafa um það, að hér var á ferð'
inni hæfileiki, sem skipa mátti á bekk með því bezta í ver'
öldinni, ef hann fengi að njóta sín að fullu. Gamanið varð
létt hjá henni eins og gleðin í barnssálunum. Vndisleikurinn
átti, eftir því, sem hann speglaðist í mínum huga, eitthvað
mikið skylt við morgunroðann á fjöllum og skýjum, eða við
vorið — sem einmitt var nú líka að koma í þessari grein
listarinnar. Mér fanst öll þessi fegurð og allur þessi léttleikm-
og öll þessi listræna gleði og allur þessi yndisleikur vera
eins og einhver ný opinberun, sem verið væri að veita yf,r
þann litla og að öllu leyti fátæklega bæ, sem Reykjavík var
þá. Eða eins og einn af mestu gáfumönnum þjóðar vorrar>
Þorsteinn skáld Erlingsson, orðaði það: Hér var um nV
landnám að tefla. »Leiklistin á íslandi er landnám Stéfanu**’
segir hann í bundnu máli og óbundnu. Og það er hverju orð>
sannara. Við höfum eignast góða leikendur síðan. Það er
mjög fjarri mér að draga úr því. En hún var fyrsta land
námskonan. Hún var morgunroðinn. Hún var vorið.
Árin liðu, og list hennar breyttist og magnaðist. Hlutverk>n
voru gjörólík þeim, sem hún hafði byrjað á. í stað þess lelk
andi gamans, sem hafði verið byrjunin, kom nú margt o5
margt annað, þar á meðal ástríðuþrungin alvara, sárar sorg,r’
þyngstu vonbrigði og botnlaus óhamingja. Alt þetta faðma
list hennar, og mjög oft náði hún þeim tökum á því, sen1
vandasamast var, að með afbrigðum hefði þótt, hvar sern
verið hefði í veröldinni. Það var vegna þess, hve list hennar
var víðfeðmin, að danskur fræðimaður hefur um hana sagL
hún væri ekki eingöngu íslenzk né norræn, heldur sé alheinlS
borgarbragur á henni. Af sömu ástæðu var auðvitað sprotjinn
dómur, sem hún fékk í ensku blaði í Vesturheimi í för s>nnI
þangað. Leikdómarinn skildi ekki íslenzku, en honum v
gerð grein fyrir öllu, sem fram fór, að því leyti, sem það v
unt. Leikur frú Stefaníu hafði þau áhrif á hann, að han
skrifaði í blaðið: »Ég hef séð Söru Bernard og frú Dybva