Eimreiðin - 01.01.1926, Blaðsíða 16
12 STJÓRNMÁLASTEFNUR eimreiðin
stríðsástandið og stjórnlyndið voru að troða fótum. Öll þessi
verðmæti voru beinn ávöxtur frjálslyndu stefnunnar, sem her
var ríkjandi fram að styrjöldinni. Þessi íhaldsstefna hlaut þv!
að verða frjálslynd, og það hefur hún nú þegar sýnt í verk-
inu. Stefnan var ný, því að það hafði ekki áður komið fyrir
í núlifandi manna minnum, að hefja þyrfti baráttu til varnar
fengnu einstaklingsfrelsi, svo heitið gæti. Merki hinnar ný)u
stefnu var, það ég veit, í fyrsta sinn borið fram með nokkr-
um krafti í fjörugri kosningabaráttu í Reykjavík í janúar 1921-
Þá var verzlunarfrelsið haft á oddi annarsvegar, en í móti
héldu sósíalistar fram sem víðtækustum ríkisrekstri á því svið'-
Auðvitað hafði íhaldsstefna á öllum sviðum verið til hér 3
landi áður. Þjóð vor hefur einmitt á sumum veigamestu svið'
um þjóðlífsins skarað fram úr öðrum þjóðum að íhaldssem>-
Hún hefur fram á þennan dag varðveitt forna tungu sína
betur en nokkur önnur þjóð í vestanverðri Norðurálfu. Þegar
ritöld hófst hér á landi, sýndu lærðir menn þjóðarinnar tungu
sinni þá trygð og varðveizluhneigð, að þeir gerðu hana að
ritmáli í stað latínunnar, sem þá var ríkjandi ritmál annara
þjóða. Þessar bókmentir hefur þjóðin svo varðveitt eftir beztn
getu, og mun vilja halda áfram að varðveita þær. ]ón biskuP
Arason lét lífið fyrir íhaldsstefnu sinnar aldar í þjóðmálum o5
trúmálum, eftir að hann um langa og viðburðaríka æfi hafðj
beitt mestum kröftum sínum í þjónustu hennar. Þannig tnS^1
halda áfram að telja. A öllum þeim sviðum þjóðlífsins, sem
hafa að geyma verðmæti frá fyrri tímum, hefur hin konser-
vativa stefna, varðveizlu- eða íhaldsstefnan, risið upp
myndarlegum þrótti, hvenær sem verðmætin voru í hættu.
Á einu merku sviði þjóðlífsins hefur forfeðrum vorum ekki
auðnast að eftirláta oss nein verðmæti. Það er á sviði verk'
legra framkvæmda. Þess vegna hefur heldur aldrei nein íhalds'
stefna á því sviði getað komið upp hjá þjóðinni, og engar
líkur þess, að hún geti komið upp fyrst um sinn. Að visu
eru ýms verðmæti geymd í sniði sveitabæja vorra, einkum 1
ytri svip þeirra, sem vel eru varðveizlu verð, en þau tel e3
til lista en ekki til verklegra framkvæmda.
Fyrsta verkefnið. Árin 1921 til 1924 var hin frjálslyud^
íhaldsstefna smámsaman að festa rætur. í þingbyrjun l^a