Eimreiðin - 01.01.1926, Blaðsíða 70
EIMREIÐiN
Máttur.
Ég dái ekki munkanna meinlætalíf,
né manninn, sem hikar við sporið.
Ég glaður úr klaustursins kastala svíf
og kætist við blómin og vorið.
Minn andi er frjáls, eins og fuglinn á grein,
sem fagnandi vængina breiðir.
Hver hræring sálar, hver einasta ein,
sé afl, sem að ryður mér leiðir.
Hið sanna líf er að brjóta sér braut
á bergstöllum hæpnustu klifa.
Og hvar, sem að engin er þrekraun né þraut,
er þarflaust og fánýtt að lifa.
Hver torfærusteinn, sem að liggur á leið,
er lykill að gæfunnar heimi.
Ef sálin á eldmóð í ýtrustu neyð,
eru’ englarnir fagnandi á sveimi.
Hinn sanni maður, sem byrði ber,
hann bugast ei, spyr ei að sökum.
En þegar að líkaminn aflvana er,
andinn herðir á tökum.
Því hraðar, því æstar sem hafaldan fer,
því heilagri dirfska að stýra upp í vindinn.
Því hærra sem fjallið hnjúkana ber,
er heiðurinn meiri að klífa’ upp á tindinn.
Axel Guðmunc/ssort.