Eimreiðin - 01.01.1928, Qupperneq 38
18
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐlN
datt 9 ára gainall drengur út af bryggju á Siglufirði og drukn-
aði. 5. apríl ,fórst bátur með átta mönnum í innsiglingu á
Eyrarbakka. I sama mánuði hrapaði maður til bana í Gríms-
ey, sonur prestsins þar, séra Matthíasar Eggertssonar. Slys sf
sprengingu varð á Reykjavíkurhöfn 4. júlí. Biðu þrír menn
bana og þrír særðust, þar af einn mjög mikið. í sama mán-
uði féll Einar Guðbjartsson, loftskeytamaður á Brúarfossi,
fyrir borð og druknaði, en maður slasaðist svo á vélhjóli.
á leið úr Reykjavík inn að Elliðaám, að hann beið bana af-
I september varð slys á Breiðamerkurjökli. Varð það með
þeim hætti, að jökullinn sprakk alt í einu, þar sem póstur var
á ferð með hesta og menn. Tók jökullinn fjóra hestana, þar
á meðal einn pósthest, en einn ferðamannanna, Jón Pálssoii
kennari frá Svínafelli í Öræfum, fórst í jökulsprungunni. *
haust fórst og maður af vélbátnum Eggert Ólafssyni úr Hnífs-
dal, en maður að nafni ]ón Bergsson frá Dufþekju í Hvol'
hreppi varð fyrir bifreið á Reykjavíkurgötum og beið bana af.
I marz strandaði togarinn Eiríkur rauði á söndunum austan
við Kúðafljót, en mannbjörg varð. í janúar brann íbúðarhús
og hlaða á bænum Straumi fyrir sunnan Hafnarfjörð. í t>jórs-
ártúni brann fjós og hlaða í september, en 30. nóvember
brann bærinn Hlið á Álftanesi til kaldra kola. í maí brann
fiskverksmiðja í Keflavík, en 17. september brann síldar-
bræðsluverksmiðja í Krossanesi, og var skaðinn metinn a
950 þúsundir króna. Af látnum merkismönnum á árinu voru
þjóðkunnastir tónskáldið Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Stepha°
G. Stephansson skáld í Vesturheimi.
í janúar 1928,