Eimreiðin - 01.01.1928, Qupperneq 48
28
SKREIÐ
ElMREIÐlN
í Garðinum Gerðabændur, Magnús í Miðhúsum og Einar 1
Vörum, í Njarðvíkum Björn í Þórukoti, Ársæll Jónsson 1
Höskuldarkoti og Ásbjörn Ólafsson í Innri-Njarðvík, Arinbjörn
í Tjarnarkoti og Pétur í Hákoti, á Ströndinni þeir Guðmund-
arnir á Auðnum og í Landakoti og Lárus læknir Pálsson a
Sjónarhóli.
Eg get ekki stilt mig um að geta þess, að flestir voru
þessir merkismenn gervilegir að vallarsýn, allir sérlega frjáls-
mannlegir og sumir af þeim beinlínis höfðingjar bæði að sjon
og reynd, en stórfeldastir um allan höfðingsskap munu þ°
hafa verið þeir Einar í Garðhúsum, Ketill í Kotvogi og Lárus
Pálsson á Sjónarhóli.
Þegar komið var suður í þessi héruð, skiftu menn ser
niður til skreiðarkaupanna Flestir sveitabændur, sem búnn-
voru að kynna sig, áttu einhverja sérstaka skiftavini. Verzl-
unin á milli allra var aðeins vöruskifti, en skiftavinirnir lögðu
eigi kapp á að græða hver á öðrum, heldur einungis að full'
nægja þörf hvers annars svo sem þeim var auðið, og lá*a
ekki hallast á sig um útlátin. Sveitabóndinn kom með stnjör>
tólg, skinn og hangið kjöt, en sjávarbóndinn Iét skreið ^upP
á hestana«, hvort sem það nam vöru hins í það sinn eða
ekki; næsta haust sendi svo sveitabóndinn skiftavin sínum
sláturfé eftir ástæðum. Hugsunin hjá báðum var aðeins sú,
hinn skyldi ekki hafa skaða af viðskiftunum. Það þótti ekk>
frægðarverk að svíkja eða hafa af öðrum í viðskiftum í Þa
daga. Þeir, sem ekki áttu fasta viðskiftavini, leituðu fyrif ser
um skreiðarkaupin þar sem líklegast þótti, og þegar viðskiH3'
maður var fundinn, hófst verzlunin eftir gömlu lagi á báðar
síður. Var fiskvirðið lagt til grundvallar þannig:
Sueitavara:
Smjör 20 fiska fjórðungurinn.
Tólg 10 fiska fjórðungurinn.
Hangikjöt 10 fiska —
Sauðskinn 5 fiska skinnið.
Kálfskinn 5 fiska skinnið.
Sauður 40 fiska lagsauður.1)
Sjávarvara:
Haustfiskur 40 fiska vættin = 80 pd-
Lúðuriklingur 8 fiska fjórðungurinn.
Harðþorskur 5 fiska fjórðungurinn.
Vsa hert 4 fiska fjórðungurinn.
Þorskhausar 10 fiska 120 hausar.
Vmislegt annað fiskæti eftir samkomuHS
1) „Lagsauður" var það, ef kjötið, „fallið,“ af sauðnum vo