Eimreiðin - 01.01.1928, Síða 55
EIMREIÐIN
SKREIÐ
35
heimilum sínum, að þeirra væri von heim innan sólarhrings,
yakti það fögnuð heimilisfólksins. Var víðast hvar hafður við-
búnaður nokkur til að taka á móti þeim sem bezt að föng
Voru á; meðal annars var víða settur upp pottur með nýmjólk,
sem svo var yst og rauðseydd við hægan eld; hét það að
vella á móti ferðamanninum. Vellan var í rauninni það bezta,
er unt var að gefa manni, er lengi hafði lifað af þurum mat.
^ún tók vel af þorsta, var mjög nærandi, og flestum þótti
^ún sælgæti, — eins og séra Hallgrímur sál. Pétursson minn-
'st á í einu af kvæðum sínum. —
Svo var það einn góðviðrismorgun, að ferðamennirnir sáu
heim til sín. Nýuppkomin sólin skein í heiði, en þétt ljósgrá
lá yfir mýrum og flóum, ám og vötnum, eins og dún-
^■ugur, en léttar slæður beltuðust með fjallahlíðum.
Reykirnir heima, sem gömlu og góðu konurnar framleiddu
^eð góðum huga og af því bezta, er þær áttu til í búrum
sinum — nýmjólkinni — stóðu beint í loft upp fyrst, en lögð-
Ust sv° út af og samlöguðust jarðþokunni.1)
Kyrð var yfir öllu, og frá heimilinu var sem legði undur-
P®gilegan yl og eitthvað, sem byði ferðamanninn svo ástúðlega
Ve|l<ominn til hvíldar eftir ferðalagið. Það gat naumast hjá
PVl farið þá, að hugur mannsins fyltist þakklæti fyrir hand-
ei°sluna á ferðinni og lofgjörð fyrir að fá að vera kominn
eitn heill heilsu, og með bjargræði handa sér og sínum.
Oddur Oddsson.
*) Þannig löguð þoka er á Suðurlandi kölluð „ Kerlingavella."