Eimreiðin - 01.01.1928, Page 56
EIMREIÐIN
Reykur.
Þorbjörg gamla hafði farið seinna á fætur en hún var vön.
Hún vissi ekki, hvað að sér hafði komið. Og hún vissi, að
þetta mátti hún ekki.
Gigtin hafði verið svo vond um nóttina, og henni hafði
gengið illa að sofa fyrir henni. Endurminningarnar höfðu Iíka
verið nokkuð áleitnar. Það var meiri vitleysan að vera alt aí
að hugsa þetta og láta það standa sér fyrir svefni .... Þar
sem hún vissi líka, að hún átti að vera svo þakklát.
En það hafði nú líka verið gigtinni að kenna. Hún haföj
legið í hnjáliðunum — seigpínandi verkur — og henni hafð'
fundist, að hún yrði að liggja í alveg sérstökum stellingum
ekki kreppa fæturna neitt — liggja þráðbein á bakið.
Stundum hafði gigtin líka verið í hægri mjöðminni. Þá haföi
hún ekki getað legið öðru vísi en á vinstri hliðina; og Þa^
var vont fyrir hnjáliðina.
Svo að Þorbjörg gamla hafði legið vakandi og verið a^
hugsa um hitt og annað.
Stundum hafði hún verið að hugsa um Jóhann sinn • ■ ;
hvar hann mundi nú vera í tilverunni . . . hvort hann mundi
nokkuð vita um hana . . . Líklegast ekki. Það var verið ^
segja, að framliðnir menn fjarlægðust jörðina, þegar frá l#1-
Og það var nú orðið svo langt síðan að hann fór.
Sjálfsagt var það betra fyrir Jóhann að komast á eitthvert
æðra stig. Ekki átti hún að óska þess, að neitt tefði fVrir
honum. Alls góðs var hann maklegur. En yndislegt var Það’
ef hún vissi af honum hjá sér . . .
Og hver veit samt? . . . Gat það ekki verið, að hann vlsS|
eitthvað of mikið? . . . Meðal annars það, að hún væri ekk1
nógu þakklát? . . .
Einhver hafði sagt við hana, að hún væri eins og drotninð-
þarna á Hvarfi, á fyrstu búskaparárum þeirra. Og það var
satt. Engin drotning gat verið ánægðari. Þetta var aeskan