Eimreiðin - 01.01.1928, Page 60
40
REYKUR
eimreidiN
Þorbjörg þagði.
— Og nú lendi ég í skömm með þetta alt saman . . . 08
alt er nú þetta þér að kenna, Þorbjörg mín.
— Já, sagði Þorbjörg.
Og nú tók hún upp kolafötuna og hélt inn f eldhúsið og
lét hurðina aftur.
Ingveldur staldraði ofurlítið við fyrir framan eldhúsdyrna1-
— var að hugsa sig um, hvað hún ætti af sér að gera í öll'
um þessum vandræðum. Hún fann sárt til þess, hvað 1>^
gat stundum verið þungbært.
Þá heyrði hún Þorbjörgu fara að snýta sér samhliða ílaSn'
ingunni. Hún heyrði hana snýta sér hvað eftir annað. InS'
veldur hrökk við.
— Nú hefur kerlingin fengið kvef, sagði hún við sjálfa siS-
. . . Og nú smitar hún mig . . . Og ég, sem átti að fara >>
konsúlsins í dag!
Hún sá, að nú var henni ekkert undanfæri að fara aftur >
rúmið og vera þar, þangað til vel væri orðið hlýtt —
sem af því hlytist. Heilsan var þó fyrir öllu.
Og hún flýtti sér inn í svefnherbergið.
En í þessum svifum varð Þórhalli litið inn í eldhúsið.
— Hvað er þetta, mamma? Ertu að gráta? sagði hann.
— Nei, nei . . . Gráta? . . . Nei, nei . . . En sú vitleysa-
góði minn, sagði móðir hans. Það sló niður í reykháfinn o$
dálítil reykjarstroka kom framan í mig. Þess vegna er ég da
lítið voteyg.
Einar H. Kvaran.