Eimreiðin - 01.01.1928, Side 70
50
BÓKMENTAIÐ]A ÍSL. í VESTURHEIMI eimreiðiN
blað »Heimskringlu«. Er það merkisatburður í sögu vestur-
íslenzkrar blaðamensku. Bæði var »Heimskringla« stærri en
fyrirrennarar hennar og auk þess frábrugðin þeim að öðru
leyti, sniðin eftir öðrum amerískum blöðum, en eigi sem
»Framfari« og »Leifur« eftir íslenzkum blöðum.1 *) Átti Frímanrt
B. Anderson (Arn-
grímsson), nú á Akur-
eyri og ritstjóri »Fylk-
is«, stærstan þátt J
stofnun .Heimskringlu,
en með honum voru
Eggert ]óhannsson o5
Einar Hjörleifss. (Kvar-
an). Sáu þessir þr,r
menn einnig um r*E
stjórnina. Er fróðleS*
að kynna sér stefnu-
skrá blaðsins, en hana
er að finna í fyrst3
tölublaði þess: »Blað$
verður einkum og ser-
staklega fyrir íslend'
inga í Vesturheimi. ÖH
þau mál, er þá varðar
miklu, munum vér oS
láta oss miklu skifla>
hvort sem það erU
stjórnmál, atvinnumál eða mentamál«. En þó að blaðið
eins og eðlilegt var, að fjalla mest um málefni Vestur-íslend'
inga, vaka yfir velferð þeirra, fór þó fjarri að málum ættjarð'
arinnar, stjórnmálum hennar og bókmentum, væri gleymt; þaU
mál átti blaðið einnig að ræða. Þjóðræknistilfinningin er sem
fyr einn af máttarviðunum að blaðstofnuninni. Ritstjórunum var
Frímann B. Anderson.
Aöalstofnandi og fyrsti aðalritstjóri
»Heimskringlu <.
1) Halldór Hermannsson bendir á þetta í grein sinni „ Icelandic-Ame^
rican Periodicals“ í „ Publications of the Society for the Advancement 0
Scandinavian Study“ Vol., III. 1916. bls. 200-212. Getur engum dul,s •
sem rannsakað hefur þessi efni, að hann hefur rétt að mæla.