Eimreiðin - 01.01.1928, Síða 72
52
BÓKMENTAIÐJA ÍSL. í VESTURHEIMI eimreiðiN
útflutnings af íslandi allmjög á fyrstu árum hennar. Hinsvegar
hefur hún lengstum verið dyggur málsvari þjóðrækninnar.
Eigi var þó »Heimskringla« lengi einvöld meðal Islendinga
í Winnipeg. Henni fæddist brátt keppinautur. I janúar 1888
hóf vikublaðið »Lögberg« göngu sína. Leiddi skoðanamunur
í lands- og kirkjumálum manna á meðal aðallega til þess, að
blaðið var stofnað, en forgangsmenn þess fyrirtækis voru
þessir: Sigtryggur Jónasson, Einar Hjörleifsson, J. Bergvin
Jónsson, Árni Friðriksson, Sigurður J. Jóhannesson og Olafur
S. Thorgeirsson. Sendu þeir út boðsbréf í dezember 1887. Er
því þar heitið, að vandað skuli sem bezt til blaðsins að öllu
leyti, og að stærð skuli það fyllilega verða jafningi »Heims-
kringlu«. Þá er getið stefnuskrár þess. Er því fyrst og fremst
ætlað að verða fréttablað, en á einnig að ræða almenn mál,
og sér í lagi »að leiðbeina Islendingum í atvinnumálum,
mentamálum og stjórnmálum«. Áherzla er ennfremur lögð a
það, að blaðið verði óháð öllum flokksböndum. í raun oS
veru er stofnan »Lögbergs« framhald fyrri blaðaútgáfu í Nýja-
íslandi og Winnipeg, enda geta útgefendur þess í aðalgrein-
inni í fyrsta tölublaði (14. jan. 1888). Þeir höfðu eigi aðeins
keypt prentsmiðjur og útgáfurétt »Framfara« og »Leifs4>
heldur höfðu sumir stofnendur »Lögbergs« verið hluthafar >
Prentfélagi Nýja-íslands og átt þátt í útgáfu »Framfara4-
Ekki svipar »Lögbergi« heldur minna að stefnuskrá til hinna
eldri blaða en til »Heimskringlu«. Vmsum mun fátt hafa fund-
ist til um stofnun nýs blaðs í Winnipeg, jafnvel beinlínis eða
óbeinlínis núið stofnendum »Lögbergs« því um nasir, að Þeir
vildu »Heimskringlu« feiga. I áðurnefndri inngangsgrein »LöS'
bergs« ræðir ritstjórinn um þá mótspyrnu, sem stofnun blaðs-
ins hafi sætt, en kveðst eigi sjá neina hættu á ferðum, þó a^
tvö blöð séu stofnuð. Muni það leiða til hollrar samkepni oS
blöðin verða vandaðri fyrir bragðið. Er hann þeirrar skoðun-
ar, að tvö blöð fái staðist, en komi til þess, að þau verði a
berjast fyrir tilveru sinni, muni hið betra bera sigur af hólnu-
Auðvitað hafa blöð þessi orðið keppinautar, beinlínis oð
óbeinlínis; en víst mun um það, að andlegu lífi Vestur-Is'
lendinga hefur orðið meiri hagur en óhagur að þeirri sam
kepni. Og bæði lifa þau enn góðu lífi.