Eimreiðin - 01.01.1928, Page 76
56
BÓKMENTAIÐJA ÍSL. í VESTURHEIMI eimreiðiN
ritstjóri hennar. Var hún fréttablað, en ræddi einnig ýms
opinber mál, er á dagskrá voru. Kom hún út vikulega, fjórar
blaðsíður í smáu broti. En eigi voru nema 21 blað prentað
(október 1891 til febrúar 1892). Þar með voru dagar »Aldar<
þó eigi taldir. í marz 1892 varð ]ón Ólafsson ritstjóri
»Heimskringlu«, og var »Öldin« þá sameinuð henni undir
nafninu »Heimskringla« og »Öldin«. Var blaðið þá stækkað
að mun og kom út tvisvar í viku. Hélzt það fyrirkomulaS
um ársbil. Þá var »Öldin« gerð að sérstöku mánaðarriti. £r
hún nú 16 blaðsíður í átta blaða broti, »tímarit til skemtunar
og fróðleiks*. Lýsir það vel innihaldi hennar; var það all*
fjölbreytt: sögur, kvæði og ritgerðir um ýms efni. Meðal þess
merkasta voru kvæði eftir Stephan G. Stephansson og kaflar
úr »Sögum herlæknisins« í þýðingu séra Matthíasar Jochums-
sonar. Ritstjórnina annaðist ]ón Ólafsson framan af, en EgS'
ert Jóhannsson síðustu heftin. Er margt vel skráð í r^’
þessu. Komu alls út af því fjórir árgangar (1893—96).
Eftir sameining »Aldar« við »Heimskringlu« voru hin síð-
arnefnda og »Lögberg« um nærri tíu ára bil einu íslenzku
fréttablöðin í Winnipeg. Og af blöðum þeim, er síðar voru
stofnuð þar, urðu fæst langlíf og því eigi mjög áhrifarík. Ariu
1901 —1903 kom út »Dagskrá 11«; var ritstjórinn Sigurður
]úl. Jóhannesson. Blaðið fylgdi kenningum jafnaðarmanna; var
yfirleitt æði róttækt í skoðunum, en ekki illa ritað. Viku-
blað átti það að kallast, en ein 50 tölublöð komu út. Annað
blað, er eigi var síður róttækt í skoðunum, var »Tuttugasta
Öldin«, er Sigfús B. Benedictsson gaf út 1909—10; var
hann einnig ritstjórinn. Fjallaði blaðið um alt það, er hann
áleit, að til framfara mætti horfa. Skorti því ekki áhugann;
en vart verður þó sagt, að mikið kvæði að »Tuttugustu Old-
inni«, enda birtust aðeins 16 tölublöð af henni. Eru nu
»Heimskringla« og »Lögberg« ein um hituna af fréttablöðum,
þar til 1918. Þá bættist »Voröld« í hópinn. Var Sigurður
Júl. Jóhannesson einn af stofnendum hennar og sá um r>E
stjórnina, en hann hafði látið af ritstjórn »Lögbergs« í nóv-
ember 1917. Að efni til var »Voröld« svipuð sHeimskringlu4
og »Lögbergi«, flutti almennar fréttir og ræddi opinber mál
en fór eigi almenningsleiðir í skoðunum. Ljóð hafði hun