Eimreiðin - 01.01.1928, Page 78
58
BÓKMENTAIÐJA ÍSL. í VESTURHEIMI eimreiðiN
þar hönd að verki. »Almanakið« verður, eins og einn af
fræðimönnum vorum hefur nefnt það, — »ný íslenzk Land-
námabókc.1) Má hiklaust telja það meðal hins merkasta, sem
út hefur komið og út er gefið vestan hafs.
Fleiri íslenzk almanök hafa komið út vestra. Árin 1897—98
gaf Stefán B. ]ónsson út rit, er nefndist »Stjarnan«, »lítið
ársrit til fróðleiks og leiðbeiningar um verkleg málefni«,
jafnframt var það »almanak með íslenzku tímatali*. Auk þess
var Sigfús B. Benedictsson útgefandi íslenzks almanaks (The
Maple Leaf Almanac) fyrir árin 1900—1905, fyrst í Selkirk
(1899—1901), síðar í Winnipeg (1902—1904). Hið helzta
bókmentalegs gildis í almanaki þessu eru kvæði, sem þar
birtust, flest orkt af ritstjóranum sjálfum. Að lokum má nefna
»íslenzka Mánaðardaga«, er séra Rögnvaldur Pétursson hefur
gefið út árlega síðan 1915. Á ári hverju hafa þeir flutt auk
mánaðardaganna 12 myndir merkra íslendinga og stutt aefi'
ágrip þeirra. I ár minntust þeir fimmtíu ára afmælis Dakota-
bygðar og fluttu myndir af helztu landnemum og leiðtogum
nýlendunnar. »Mánaðardagarnir« hafa jafnan verið hinir eigu-
legustu, enda hafa þeir náð miklum vinsældum. Er það vel>
því að þeir stefna að því að auka ást íslendinga á sögu
lands síns og menningu þess.
Þá eru tímarit þau almenns efnis, sem út hafa komið i
Winnipeg. Af þeim var »Aldar« þegar getið, en hún varð
fyrirrennari ýmsra annara. Fyrst er ársfjórðungsritið »Syrpa<J>
»frumsamdar, þýddar og endurprentaðar sögur, æfintýr og ann-
að til skemtunar og fróðleiks«. Meðal annars flutti hún langa
og skemtilega skáldsögu eftir ]. Magnús Bjarnason, »í Rauð-
árdalnum«. Utgefandi var Ólafur S. Thorgeirsson, og komu
út 9 árgangar (1911 —1922). »Fróði« var einnig sfræðandi
og skemtandi tímarit«; flutti ásamt öðru greinar um heil-
brigðismál, sögur og þýðingar, var og prýddur mannarnynd'
um.2) Stofnandi og ritstjóri var séra Magnús ]. Skaptason.
1) Halldór Hermannsson í fyrnefndri grein: „Icelandic-American Perl'
odicals", bls. 206.
2) í bréfi til mín segir séra Rögnvaldur Pétursson um „Fróða": „Mun
það vera fyrsta rit á íslenzku, er bendir á samband milli líkamlegrar
heilbrigði og fæðu, er menn neyta".