Eimreiðin - 01.01.1928, Side 79
Eimreiðin bókmentaiðja ÍSL. í VESTURHEIMI 59
Af »Fróða« komu út þrír árgangar (1912—14). Enn má
nefna lítið mánaðarrit, »Alþýðuvininn«, er þeir Stefán Einars-
son og Egill Erlendsson gáfu út um sex mánaða skeið árið
^914. Ræddi það helzt bindindismálið, en í því máli hafa ís-
lendingar vestan hafs tekið drjúgan þátt, staðið þar í fylk-
fngarbroddi.1)
A síðustu árum hafa tvö merk tímarit verið stofnuð í
^innipeg. Hið fyrra er »Tímarit Þjóðræknisfélags fslendinga
1 Vesturheimi«. Á stofnfundi félagsins í mars 1919 var
ákveðið að gefa út einhverskonar rit, og stjórninni falin
framkvæmd öll í því máli. Árangurinn var stofnun »Tímarits-
lns«. Kom fyrsta hefti þess út 1919 og síðan árlega. Rit-
stjórnin var falin séra Rögnvaldi Péturssyni, er gegnir henni
enn. Þar sem stefna »Tímaritsins« er grundvölluð á stefnu
félagsins, er eigi úr vegi að rifja hina síðari upp fyrir sér,
enda mun hún almenningi á íslandi harla lítið kunn.
Samkvæmt grundvallarlögum Þjóðræknisfélagsins er þessi
tilgangur þess: 1. Að stuðla af fremsta megni að því, að Is-
fendingar megi verða sem beztir borgarar í hérlendu (þ. e.
tanadísku eða amerísku) þjóðlífi. 2. Að styðja og styrkja ís-
fenzka tungu og bókvísi í Vesturheimi. 3. Að efla samúð og
Samvinnu milli íslendinga austan hafs og vestan. í inngangs-
Srein sinni bætir ritstjórinn við: »Þetta hljóta því að verða
aðalmálin, er ritið setur sér að vinna að, eigi það aldur fyrir
höndum*. Ræðir hann síðar nánar hvern lið stefnuskrárinnar
°S leiðir að því gild rök, »að til þess að íslendingar fái
°rðið, eigi eingöngu sem beztir borgarar í hérlendu þjóðlífi,
^fdur sem fullkomnastir menn, beri þeim að leggja stund á
ei9in tungu og bókvísi, samhliða hérlendri mentun«.
lýsir stefna »Tímaritsins« og andi sér eigi síður í góð-
j^asðum Stephans G. Stephanssonar, er birtast í þessu fyrsta
e»i þess. Fyrsta ljóðlínan í »Þing-kvöð« er hlý og hrynj-
andi: sGamla landið góðra erfða«. Hér slær hjarta þrungið
æffiarðarást. Og í þessu erindi er sigurhreimur og fagnaðar:
„Nú skal bera á borð með okkur
bót við numinn auð,
V Sjá „Minningarrit stúk. Heklu“. Winnipeg 1913.