Eimreiðin - 01.01.1928, Page 91
ElMREIÐIN
GESTIR
71
Þótt skarinn á þakinu skylli sem grjót
og sköflunum hlæði, það sakaði ei hót.
Við hörpunnar óma og hendinga spil
ég heyrði, að vorblærinn klappaði á þil.
Og draumur þá veturinn var.
En jöklana báru hin fossandi fljót
í fjarlægan, blikandi mar.
Og alt gekk þá vonum í vil.
í hjásetuþögn margan dottandi dag,
ef dimt var í lofti, þið sunguð mér brag.
Þið léttuð mér göngur um launstigi öll
og leidduð mig skólausan hátt upp á fjöll.
Og landið mitt opnaðist alt.
Þið sýnduð mér, góðvinir, lit þess og lag,
það ljómaði fagurt og kalt,
með standberg og steinrunnin tröll.
Ef sólskríkjur heyri ég syngja um skóg,
og svani og Ióur um heiðar og mó,
og lindirnar minstu með ljúfastan róm,
og léttasta storminn, sem þýtur um blóm
— ég kannast við kvæðin þau öll.
Þið báruð mér hrópin frá hrynjandi sjó
og hljóðið af fallandi mjöll.
Þið báruð mér himnanna hljóm.
Nú þakka ég fylgd yfir þyrnóttan veg,
þó þung væri sóknin og framgangan treg.
Þið lékuð mér þreyttum og léttuð mér starf
og leidduð mig heim, þegar stefnan mér hvarf
í myrkur um trafala-torg.
Eg ann ykkur, skáld, meðan andann ég dreg,
ég ann ykkar hamingju’ og sorg.
Þið gáfuð mér aldanna arf.
Jón Magnússon.