Eimreiðin - 01.01.1928, Page 92
eimreiðin
í Furufirði.
Furufjörðurskerst
inn í eitt veðursæl-
asta hérað landsins.
Þar var ég eitt sum-
arið, milli Fardaga
og Jónsmessu, hálf-
an mánuð í heim-
sókn hjá - Þórgný
frænda mínum.
Hann var kaup-
félagsstjóri þar og
kvæntur Hildigunni,
einkabarni Hallsteins
hákarlaformanns, er
var með þeim hjón-
um.
Hallsteinn hafði
búið þar alla ævi-
Hann þótti óhlutdeil-
inn um mál annara
manna og ekki auð-
keyptur til nýtízku-
framkvæmda sumra. En allir sögðu hann traustan vinum sín-
um, sem bjarg, ekki stórtækan jafnan, en þó svo gjöfulan, að
lítt sæist hann fyrir, byði honum svo við að horfa, og hann
teldi skylt að hjálpa. Og gaumgæfinn þótti hann um hagi
smælingja og málleysingja. Var fullyrt, að þar færi fæst fram
hjá honum, og að þögul líknarlund hans til þeirra væri annað
og meira en tilgerð.
Hann var á síðari árum sínum talinn fjáður maður, °9
brauzt þó í fáu öðru en sjómensku.
Eignir hans í Furufirði voru lendur víðar, en þó ekki mjö2