Eimreiðin - 01.01.1928, Qupperneq 99
ElMREIÐIN
í FURUFIRÐI
79
aldrei — við henni, hvað sem fyrir kann að koma í þessum
hinum syndum spilta heimi.
Um það fæ ég ekki borið, hvort prófasturinn hefði lokið
roáli sínu. En nú bar það að, sem truflaði viðræður þeirra,
Hallsteins og hans.
— Gunna mín! mælti Hallsteinn við Hildigunni dóttur sína.
Það er verið að koma inn með börnin. Mér heyrist Hrafn-
hildur þín vera hágrátandi. Ætli hún hafi meitt sig, blessað
barnið? Gættu fljótt að því, Gunna mín!
Fám andartökum síðar komu börnin inn, heil á húfi, þó að
Urafnhildur, sem þá var á fjórða vetur, væri hágrátandi og
berðist við ekka.
— Hvað er að barninu? spurði húsfreyja.
— Ekkert, mér vitanlega, svaraði þernan, sem fylgdi börn-
Utium. Þau sáu mann vera að synda við eina bryggjuna, en
tegar hann skreið nakinn upp úr sjónum, varð Hrafnhildur
^itla svona óskaplega hrædd, og mér er ómögulegt að hugga
hana.
Tárin hrundu niður um andlit Hrafnhildar litlu, og hún
titraði af ekka. Hún klifraði í kjöltu mömmu sinnar, vafði sig
henni og grét sáran.
~~ Mamma! Mamma mín! Maðurinn á bágt. Hann er ber.
r*ann er blautur. Hjálpa honum. Þurka hann. Gefa hon-
um föt.
Hún marg-endurtók þetta, þó að gráturinn og ekkinn gerði
enni lítt kleift að mæla.
Mamma hennar reyndi að sannfæra hana um, að maðurinn
®hi nóg föt, hefði þerrað sig og klætt og væri kominn heim.
°num væri óhætt og liði vel. En ógerningur reyndist að
Sannfæra hana um þetta. Hún grét og skalf, beiddi látlaust
Urn. að manninum væri hjálpað, hann þerraður og honum
9efin föt.
kl
að
Allir
gerðu sitt til að reyna að hugga hana. Prófasturinn
aPPaði á koll hennar, var að reyna að hugga hana og fór
Se9]a henni af englum á himnum og heimvoninni til ann-
3rs f'fs- Pabbi hennar tók hana í faðm sér og gekk um gólf
með hana. Alt kom þó fyrir ekki. Það var eins og hún gæti