Eimreiðin - 01.01.1928, Page 101
EIMREIÐIN
í FURUFIRÐI
81
bæair saklauss barnsins, er biður, að mega gefa aleigu sína
t’eim, sem það hyggur ekkert eiga.
Hallsteinn þagnaði og beit saman vörunum. En hann vafði
Hrafnhildi litlu að brjósti sér, fast og mjúkt, kysti á enni
hennar og sagði af hljóði:
Elsku Hildur mín! Þú þjónar ósjálfrátt þínum innra
^anni. Og bænir þínar eru hvorki látalæti né smjaður.
Hann kysti barnið aftur — ég held með enn þá meiri
ástúð en áður.
Mér varð litið framan í Hallstein.
Aldrei hef ég séð í nokkurs manns augum heilskyggnum
v'ðkvæmni og fögnuð líkt því, sem þá falst í blindu augunum
hans.-------
Prófasturinn þagði.
^ér fanst nokkuð ótvírætt, að hann hefði ekki veitt orðum
Hallsteins eftirtekt. Augu hans sýndust mér aðdáanlega draum-
yan, vær og tómlætisleg. En hann ýtti samskotalistanum aftur
Þórgnýs og mælti lágt og þýtt:
- Má ég, kæri Þórgnýr, biðja þig að lofa listanum þeim
aJ"na að liggja einhvers staðar í búðinni hjá þér? Hann hefur
«kert að gera lengur hjá mér. Ég er þannig búinn að gera
Paö alt snertandi þetta efni, sem í mínu valdi stendur. Og
Pa V*I ég altso gjarnan vera laus.
h^affidrykkjunni var lokið.
Hildigunnur stóð fyrst upp frá borði og mælti:
~~ Verði yður að góðu, prófastur.
Einar Þorkelsson.
6