Eimreiðin - 01.01.1928, Síða 102
eimreiðin
íslenzk guðfræði.
(Consequent evolulionism.)
Krafturinn, sem öllu hefur hrundið af stað og undir býr til-
verunni, er í öllum stöðum einn og hinn sami. En við mis-
jafnlega erfiðleika er að eiga, og þess vegna er hið mikla
verk mjög misjafnlega komið áleiðis. Glögt má þó skilja hvert
er takmarkið. Fullkomin samstilling allra orkutegunda og til-
verumynda, panharmoni eða diasyntagma. Rafeindirnar (proton,
elektron) tengjast í hverfi, sem menn kalla atom (eiginlega
ódeili, af því að menn héldu að það væru frumagnirnar),
atomin í enn samsettari heildir, molecule, samagnir. Hin sam-
settasta samögn er orðin svo margsamstilt heild, að hún getur,
í félagi við aðrar slíkar, tekið við þeirri hleðslu, sem kallast
líf. Hinar smæstu lifandi agnir, sem kalla mætti fyrstlinga, sam-
einast siðan og mynda einstaklinga svo margsamsetta, að
frumutalan skiftir þar þúsundum miljóna. Maðurinn er slík
vera. Og svo kemur það, sem menn hafa aldrei gert sér Ijóst.
Þessar samsettu verur leitast enn við að sameinast í nýja
heild, og þegar sú sameining tekst, eða því fremur sem hún
tekst, því meir koma fram nýir, stórkostlegir og óvæntir kraft-
ar og hæfileikar. Takmarkið er fullkomin stjórn lífsins á hinu
líflausa, eða fullkomin lyfting hins líflausa upp til lífsins, jafn-
framt því sem lífið nær alþroska á þeirri aflraun. Lífið á að
vera svo sigursælt, að ekkert geti grandað og ekkert tafið.
aldrei sé afturför en alt af framför.
#
II.
Hér á jörðu sjáum vér líf, sem er ennþá ekki komið á
sigurbraut, líf, sem er í hinni mestu hættu, ef ekki fer að
verða komist á þá braut. En sigurbrautin má segja
sé leiðin til guðs. En að komast til guðs er að verða sjálfrir