Eimreiðin - 01.01.1928, Side 104
84
ÍSLENZK GUÐFRÆÐI
eimreiðiN
klukkustundum geta þær markað sig á hina ljósnæmu plötu í
myndavélinni. Og það má vita, að hin fjarstu af þessum sólna-
söfnum eru í um 140 miljóna ljósára fjarlægð, eða m. ö. o.f
myndin sýnir þau eins og þau voru fyrir 140 miljónum ára.
Og þó má gera ráð fyrir, að þetta, sem rannsóknatækin ná
til ennþá, sé aðeins sem nágrenni, miðað við fjarlægð enn
annara heimshverfa. Svo stórkostleg smíð er heimurinn.
IV.
Stjörnufræðingur einn lýkur mikilli bók um stjörnurnar á
því að spyrja, hvað oss hér á jörðunni komi þetta eiginlega
við, og svarar á þá leið, að það komi oss í rauninni ekkert
við. En slíkt er hinn mesti misskilningur. Þegar vér virðum
fyrir oss mikilleik heimsins, þá erum vér að reyna til að átta
oss á framtíð sjálfra vor, gera oss grein fyrir verkefni lífsins,
leiðinni til guðs. Fyrir oss liggur að eiga þátt í þessu öllu
saman. Alt verðum vér að læra, sem slíkur heimur gefur til-
efni til að læra, unz vér vitum alt og getum alt. Leiðin til
guðs er löng. Og hér á jörðu verðum vér að taka hina réttu
stefnu, og forðast leið hinnar vaxandi andstillingar, þar sem
eins kvöl er annars gleði, og öll framkvæmd verður með þvL
að einhverjir eru kvaldir og eyðilagðir. En af slíkri nauðsyn
eru sprotnar hugmyndirnar um að bjarga mannkyni, koma
því af Helvegi og yfir á leiðina til guðs, opna því skilning 3
hinu furðulega héimsfélagi lífsins, sem vér hér á jörðu hingað
til höfum aðeins átt óvitandi þátt í og ófullkominn.
14. 3. ’28.
Helgi Pjeturss.