Eimreiðin - 01.01.1928, Blaðsíða 107
eimreiðin
Ganyniedes.
Það hefur eðlilega vakið mikla eftirtekt og ánægju, að
Þjóðminjasafnið fékk nýlega að gjöf fallegt marmaralíkneski
ai Ganymedesi eftir Bertel Thorvaldsen. Áður átti þjóðin ein-
ungis eitt listaverk eftir þennan frægasta son sinn, skírnar-
fontinn í dómkirkjunni.1)
Af því að þessi nýfengna gjöf er svo stórmerkileg, skal
hennar getið hér og þess ágætismanns, sem gaf hana safn-
inu, en um höfund myndarinnar er óþarfi að tala hér annað
en það, sem kemur þessu listaverki hans við.
Það fyrsta, sem mun vera kunnugt um Ganymedesar-lík-
neski Thorvaldsens, er þetta: Haustið 1803 kom rússnesk
Sreifafrú, Woronzoff að nafni, til Rómaborgar. Frægð Ja-
sonar og Thorvaldsens laðaði hana inn í vinnustofu hans.
Hún fékk að skoða listaverkin, sem voru búin, og uppdrætti
að þeim, sem hann ætlaði að smíða. Hún valdi sér bráðlega
brjár myndir eftir uppdráttunum, og ein þeirra var Ganymedes.
Nokkru síðar bætti hún tveimur við, og ennfremur bað hún
Thorvaldsen um að búa til brjóstlíkneski af tveim skyldmenn-
um hennar, sem voru með henni í Rómaborg. Allar mynd-
lrnar áttu að vera úr marmara. Nú skorti ekki verkefnið, en
margt varð til að draga úr framkvæmdum. Frúnni var full al-
Uara, og gekk hún ríkt eftir. Um vorið lauk Thorvaldsen við
frummynd af Ganymedesi, og næsta haust var hann kominn
1 marmara, en þó ekki fullbúinn frá hendi meistarans fyr en
homið var fram á útmánuði 1805. Þessi mynd hefur svo víst
farið til Rússlands, og nú er hún líklega komin í tröllahendur.
En Thorvaldsen varð að gera aðra eins fyrir enskan mann,
°9 fór hún til Englands. Og enn bjó hann til hina þriðju,
'°ngu síðar. Hún kom með öðrum listaverkum hans til Kaup-
r) Enn fremur á Þjóðminjasafnið andlitsmynd af )óni EiriUssyni eftir
^srtel Thorvaldsen, sjá Eimr. XXVI, 177—185.