Eimreiðin - 01.01.1928, Síða 108
88
GANYMEDES
EIMREIDIN
mannahafnar, tilheyrði safni hans, sem hann gaf borginni.O
Og það ev þessi síðasta, sem nú er komin hingað. Það at-
vikaðist þannig: Sú myndin, sem hafði farið til Englands,
komst þar á opinbert uppboð fyrir hér um bil 5 árum. For-
stöðunefnd safnsins kostar jafnan kapps um að ná í listaverk
Thorvaldsens, þeg-
ar tækifæri býðst,
og keypti myndina,
— á 775 sterlings-
pund. Myndin
komst heilu og
höldnu til safnsins,
og þótti sumum
húntakaþeirrifram,
sem þar var fyrir,
enda var svo sagt,
að sú mynd hefði
ekki verið alveg
fullbúin frá hendi
Thorvaldsens, þeg-
ar hann féll frá,
en verið lokið við
hana til fulls síðar.
Þótti nú óþarfi að
hafa báðar þessar
myndir í safninu, og
var ákveðið að selja
þá, sem hafði verið
þar, ásamt þrem öðrum listaverkum, er líkt stóð á um. En
hver skyldi nú fá að sitja fyrir kaupunum? — Helzt eitthvert
innlent safn.
Það varð að ráði að bjóða Johan Hansen, fv. aðalræðis-
manni, allar myndirnar á listasafn hans.
Johan Hansen hefur safnað dönskum málverkum, og er það
safn hans nú orðið einna stærst og fullkomnast allra slíkra
1) „Ganymedes, rækkende den fyldte Skaal", er hún kölluð þegar >
fyrstu skrá safnsins.
lohan Hansen.