Eimreiðin - 01.01.1928, Page 111
EIMREIÐIN
GANVMEDES
91
verið sonur Trós, konungs yfir Trójumönnum; »hann var allra
ttanna fríðastur, og námu guðirnir hann brott fyrir sakir feg-
Urðar hans, til þess að hann skyldi byrla Seifi vín í samkvæmi
9oðanna«. í elstu sögnunum hrifu guðirnir hann til hæðaístormi,
eu síðar sögðu sumir, að Seifur hefði látið örn sinn nema
hann á braut. Ovidius og aðrir sögðu enn síðar, að jupiter
hefði brugðið sér í arnarlíki og flogið sjálfur með Ganymedes
bústaðar síns. Enn fleiri sagnir eru um þetta og spunnar
u* af þessu, og listamennirnir hagnýttu sér þetta verkefni á
VHsa lund, bæði skáldin, myndasmiðirnir og málararnir. Frá
fornöld þekkjast standmyndir, sem sýna Ganymedes einan, og
aðrar með erninum, þar sem Ganymedes er að gefa honum,
°9 eru þær að því leyti líkar myndum Thorvaldsens. Oft er
Qanymedes myndaður með frygiska húfu á höfðinu, eins og
Thorvaldsen hefur gert á sínum myndum. Rómversku skáldin,
^’fgilius og Horatius, sögðu nefnilega, að Ganymedes, eða
^atamitus, eins og þeir kölluðu hann, hefði verið hjarðsveinn
1 PrYSÍu þegar hann var numinn á braut.
Myndin, sem hér er prentuð af líkneskinu, sýnir bezt gerð
Þess. þag er meg eðlilegri stærð, um 136 cm. að hæð,.
höggvið úr hvítum marmara, sennilega frá Carrara.
Matthías Þórðarson.