Eimreiðin - 01.01.1928, Síða 112
eimreidin
Glosavogur.
Eftir Anthony Trollope.
(Anthonv Trollope (1815 —1882) enskur rithöfundur og skáld, einn af
•stofnendum tímaritsins Fortnightly Review og um eitt skeiö ritstjóri tíma-
ritsins St Paul's Magazine. Hann var afkastamikill rithöfundur, og ÍÍSSI3
eftir hann um fimmtíu skáldsögur, auk þess ferðasögur o. fl. Hann var
orðinn fertugur, þegar hann vakti fyrst eftirtekt á sér, með sögunni The
Warden, sem kom út árið 1855, en eftir það rak hver sagan aðra.
Sveitalífslvsingar hans frá suðvesturhéruðum Englands, þar sem hann
ferðaðist mikið, þykja ágætar.]
Á norðurströnd Cornwall, milli Tintagel og Bossiney, faS*
niður við flæðarmál, bjó ekki alls fyrir löngu aldraður maður,
er hafði það fyrir atvinnu að bjarga marhálmi og þangi und-
an sjó og selja bændum til áburðar. Sjávarhamrarnir þar eru
brattir og fagrir, og brimið skellur á þeim úr norðurátt með
svipmiklum ofsa. Mér er nær að halda, að þarna sé um a^
ræða fegurstu klettaströndina á Englandi, þótt margir stað|r
á vesturströnd Irlands séu enn svipmeiri, og jafnvel sumu-
staðir við strendur Wales og Skotlands. Að mínum dómi er
tilkomumest, að klettarnir séu nálega snarbrattir, með glufum
og gjám, stöllum og strípum, og að á stöku stað aðeins se
fært, þó með gætni, að komast af brún niður á sandinn vi
rætur þeirra. Ennfremur ætti sjórinn að ganga upp að kleÚ'
unum, eða nálega það, og umfram alt ætti að slá bláum 1
á sjóinn fram með hömrunum, en ekki þessum daufa blýSraa
lit, er vér eigum svo mjög að venjast á Englandi. Á þessum
stað, er hér ræðir um, var öllu þessu til að dreifa, nema
• * 'if r
bjarta, bláa litnum, sem er svo yndislegur. En klettarnir sjan
eru vel brattir og glufóttir, og sandræman er um háflóð m)°S
mjó — svo mjó, að um stórstraumsflæðar verður rétt aðem5
komist þurrum fótum meðfram klettunum.
Niðri í fjörunni var húskofi Malachi Trenglos, gamla manns
ins, sem ég hef getið um. En ekki hafði þó Malachi, e
gamli Glosi, sem nágrannarnir kölluðu hann venjulega, úys
kofa sinn beinlínis á sandi. Svo var háttað, að í hamarl