Eimreiðin - 01.01.1928, Page 114
94
GLOSAVOGUR
EIMREIBIN
fimm, en lesaranum má trúa fyrir því, að um þetta leyti stóö
hún á tvítugu. Gamla fólkinu féllu vel orð til Möllu, þar sem hún
reyndist afa sínum svo vel, og í almæli var það um hana, að
þótt hún laumaði -nálega daglega til afa síns dálitlu af brenni-
víni og tóbaki, bragðaði hún aldrei þá vöru sjálf. En vini átti
hún enga og örfáa málkunningja á hennar aldri. Flestir þeirra
sögðu, að hún væri óhemja og illa innrætt, að hún viki aldrei
vingjarnlegu orði að neinum og að hún væri á öllum sviðum
mesta meinhorn. Vngispiltarnir litu varla við henni, því að
um klæðaburð gerði hún sér alla daga jafna. Hún hélt ser
aldrei til á sunnudögum. Venjulega var hún berfætt, og virtist
með öllu fráhverf því að temja sér kvenlegan yndisþokka, er
hún hefði þó vel getað, ef hún hefði hirt um. Um klæðaburð
gerði hún sér engan dagamun, og hræddur er ég um, að svo
hafi verið í fleirum efnum. Glosi gamli hafði aldrei fæti stígið
í guðshús eftir að hann hafði tekið sér bólfestu undir
hömrunum.
En síðustu tvö árin hafði Malla sótt fræðslu til prestsins •
Tintagel og sótt kirkju á helgum dögum, að vísu ekki með
fastri reglu, en þó svo oft, að þeim, sem þektu til hve heimih
hennar var afskekt, þótti engin ástæða til að finna henni þa^
til foráttu. En í engu breytti hún um klæðnað við kirkju-
göngur sínar. Hún tók sér sæti á steinbekk rétt fyrir innan
kirkjudyrnar, klædd svo sem venja hennar var, í þykkan,
rauðan ullarkjól og víða dökkrauða síðtreyju. Þessi búningur
þótti henni henta bezt við iðn sína, er bæði var hættusöm o9
erfið. Prestur hafði talið heldur á hana fyrir vanrækslu a
kirkjugöngum, og hún svaraði því þá til, að hún ætti enS>n
sunnudagaföt, en prestur kvað hana jafn velkomna í guðshus,
hvað sem klæðnaðinum liði. Malla hafði tekið hann á orðinu,
farið í kirkju í hversdagsfötum sínum og sýnt með því vtfð'
ingarvert hugrekki, sem ég er þó hræddur um, að hafi verið
blandað nokkurri þrákelkni, sem var miður lofsverð.
Því að altalað var, að Glosi gamli væri ekki svo sriauðuf,
og að Malla gæti vel verið betur til fara, ef hún hefði nokk-
urn hug á að kaupa sér föt. Presturinn, séra Polwarth, Ser^'
sér ferð niður einstígið til gamla mannsins og vék að þess'
um efnum við hann í fjarveru Möllu. En Glosi gamli, sem